Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 08:53 Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir starfsmennina vera sannkallaðar rokkstjörnur enda hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Elkem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“ Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“
Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39