Einn af þremur ofnum Elkem úti í um viku vegna brunans Atli Ísleifsson skrifar 5. júlí 2022 08:53 Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segir starfsmennina vera sannkallaðar rokkstjörnur enda hafi þeim tekist að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Elkem Álfheiður Ágústsdóttir, forstjóri Elkem á Íslandi, segist reikna með að einn ofn af þremur í kísilverinu verði úti í um viku tíma vegna viðgerðar sem framundan er eftir að eldur kom upp í verinu í nótt. Enginn slasaðist og segir hún að starfsmenn hafi náð að koma í veg fyrir að tjónið yrði mun meira. Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“ Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Tilkynnt var um eldinn um klukkan tvö í nótt, en hann kom upp á jarðhæð. „Starfsmenn kölluðu til slökkvilið og náðu að halda eldinum niðri og voru í raun búnir að ná að taka mesta þungann áður en slökkvilið mætti,“ segir Álfheiður. Hún segir að verið sé að meta stöðuna núna enda stutt síðan eldurinn kom upp. „Við erum að þrífa, meta tjónið og kanna hvað þurfi að laga.“ Ljóst er að tjónið sé nokkuð. „Já, það er náttúrulega framleiðslutap og viðgerð á búnaði sem skemmdist.“ Kísilver Elkem á Grundartanga.Vísir/Vilhelm Eldur í töppunarpalli Álfheiður segir að eldurinn hafi komið upp á töppunarpalli ofnsins. „Þetta er búnaður sem er notaður til að opna töppunarholurnar á ofninum, þar sem málmurinn er sóttur. Þetta er pallurinn sem heldur uppi þeim búnaði, það kviknar í undir honum. En það er of snemmt að segja til um hvað nákvæmlega olli því að eldurinn kom upp. Var þetta glussi? Var þetta rafmagn? Við höfum ekki hugmynd um það á þessu stigi máls.“ Hún er mjög ánægð með viðbrögð starfsmanna kísilversins. „Starfsmennirnir eru rokkstjörnur. Þetta er alveg ótrúlegur hópur af fólki. Þeir stukku allir til og náðu að koma í veg fyrir mun meira tjón. Ef eldurinn hefði gengið að ganga frjáls þarna um hefði tjónið orðið mun, mun meira. En það mikilvægasta er auðvitað að enginn slasaðist.“
Slökkvilið Stóriðja Hvalfjarðarsveit Tengdar fréttir Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39 Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Eldur kviknaði í Elkem í nótt og slökkvilið kallað til Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar var kallað til vegna bruna í kísilveri Elkem á Grundartanga á þriðja tímanum í nótt. 5. júlí 2022 06:39