Erlent

Fyrir­skipar hernum að halda sókninni á­fram

Atli Ísleifsson skrifar
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að herinn herði nú sókn sína í Donetsk.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti vill að herinn herði nú sókn sína í Donetsk. Getty

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur skipað varnarmálaráðherra sínum að halda áfram sókn rússneska hersins í Úkraínu eftir að borgin Lysychansk féll í þeirra hendur.

Nú hafa Rússar stjórn á nær öllu Luhansk-héraði og nú virðist röðin komin að sókn í Donetsk, en héröðin tvö mynda saman Donbass-svæðið sem Rússar ætla sér að ná fullum yfirráðum í. 

Árásir Rússa á borgir í Donetsk hafa nú harðnað og hefur sprengjum rignt yfir borgirnar Sloviansk og Bakhmut. 

Pútín forseti sagði Sergei Shoigu varnarmálaráðherra að hersveitirnar sem náðu Luhansk á sitt vald ættu nú að fá hvíld og að í staðinn ættu austur- og vesturdeildir hersins að halda áfram inn í Donetsk. 

Úkraínumenn segjast hinsvegar ekki af baki dottnir í Luhansk og að ákvörðunin um að hörfa frá Lysychansk hafi verið herfræðileg. Þeir muni ná henni aftur á sitt vald þegar þeim berst betri vopnabúnaður frá Vesturlöndum.


Tengdar fréttir

Lýsa aðstæðum sem „helvíti á jörðu“

Úkraínskir hermenn eru að koma sér fyrir í nýjum varnarstöðum í austurhluta landsins eftir að Rússar náðu tökum á síðustu borg Luhansk-héraðs. Lysychansk féll i hendur Rússa um helgina og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, lýsti í dag yfir sigri í Luhansk.

Lysychansk fallin í hendur Rússa

Úkraínuher hefur staðfest að borgin Lysychansk í austurhluta Úkraínu er nú fallin í hendur Rússa. Eftir afar harða bardaga síðustu daga hafa úkraínskar varnarsveitir neyðst til að hörfa frá borginni en áður höfðu Rússar lýst því yfir að borgin væri nú þeirra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.