Úrslitin eru vissulega rétt og þar má líka finna öll níu gulu spjöldin sem fóru á loft í leiknum. Mörk Víkinga eru aftur á móti hvergi sjáanleg.
Já Víkingar fengu öll sex gulu spjöldin sín skráð á skýrsluna en ekkert af mörkunum sínum þremur.
Skýrsluna má sjá hér fyrir neðan.

Markaskorarar Víkinga í leiknum voru þeir Nikolaj Andreas Hansen, Pablo Oshan Punyed Dubon og Halldór Smári Sigurðsson.
Halldór Smári var þarna að skora sitt fyrsta mark í efstu deild en þetta var leikur númer 164 hjá honum í deildinni. Halldór Smári skoraði heldur ekki í 79 leikjum í b-deild eða í tveimur leikjum í D-deild. Þetta var því hans fyrsta deildarmark á ferlinum í 245 leikjum en hann þarf náttúrulega að fá það skráð á opinberi skýrslu leiksins.
Eftir þá löngu bið þarf hann að bíða enn lengur eftir að dómari leiksins gefi honum markið á skýrslunni.
Ívar Orri Kristjánsson dómari og aðstoðardómarar hans Birkir Sigurðarson og Guðmundur Ingi Bjarnason fá því gula spjaldið fyrir þessi vinnubrögð og vonandi bæta fyrir þau sem fyrst.
Nikolaj, Pablo og Halldór Smári láta örugglega annars í sér heyra.