March for Life eru samtök sem berjast gegn þungunarrofi og halda árlega kröfugöngu.EPA/Shawn Thew
Hæstiréttur í Texas-ríki hefur komið í veg fyrir úrskurð undirréttar í ríkinu sem leyfði konum að fara í þungunarrof þrátt fyrir niðurfellingu Roe v Wade.
Eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi niður fordæmi Roe v Wade sem tryggði konum rétt til þungunarrofs var uppi mikill vafi í Texas-ríki hvort konur gætu enn farið í þungunarrof. Á fimmtudaginn úrskurðaði dómari í Houston um að konur gætu farið í þungunarrof ekki seinna en í sjöttu viku meðgöngu.
Ríkissaksóknari í Texas, Ken Paxton, skaut málinu til Hæstaréttar Texas sem kom í veg fyrir úrskurðinn. Í hæstarétti eru níu dómarar, allir Repúblikanar.
Fjöldi ríkja Bandaríkjanna hefur bannað eða set takmarkanir á þungunarrof síðan úrskurður Roe v Wade var felldur niður, til dæmis Alabama, Louisiana og Missouri.
Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur Laugarneskirkju, áréttar að Biblían minnist ekki orði á þungunarrof eða á það hvenær líf hefjist í raun. Hann segir að kristnum mönnum beri að setja sig í spor þeirra þjáðu, sem í tilfelli þungunarrofs séu tilvonandi mæður sem neyðist til að rjúfa þungun.
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir þróun mála í Bandaríkjunum í kjölfar niðurfellingu fordæmis Roe v Wade vera ömurlega. Þungunarrof sé sjálfsagður réttur kvenna.
Hvíta húsið ætlar að reyna að koma í veg fyrir að ríki geti bannað svonefnda þungunarrofspillu í kjölfar Hæstaréttardóms um að konur eigi ekki rétt til þungunarrofs. Búast má við að tekist verði um málið fyrir dómstólum.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.