Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 13:43 Björgunarmenn leita í rústum byggingar í bænum Serhiivka, um 50 kílómetrum suðvestur af Odessa, í morgun. AP/Nina Lyashonok Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira
Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Hægagangur á rússneska hagkerfinu Erlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Sjá meira