Úkraínuforseti skorar á Vesturlönd að hætta orkuinnflutningi frá Rússlandi Heimir Már Pétursson skrifar 1. júlí 2022 13:43 Björgunarmenn leita í rústum byggingar í bænum Serhiivka, um 50 kílómetrum suðvestur af Odessa, í morgun. AP/Nina Lyashonok Zelenskyy Úkraínuforseti segir Evrópu verða að hætta öllum gas- og olíuinnfluttningi frá Rússlandi en Rússar noti ágóðann bæði í stríðinu í Úkraínu og til að sundra Evrópu. Nítján óbreyttir borgarar, þar af eitt barn, féllu í tveimur eldflaugaárásum Rússa á bæ nálægt hafnarborginni Odessa í Úkraínu í gærkvöldi. Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO. Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira
Rússar hafa gert tugi eldflaugaárása á borgir víðs vegar um Úkraínu undanfarna daga þar sem tugir manna hafa fallið. Nú síðast í gærkvöldi skutu þeir tveimur eldflaugum á bæinn Serhiyivka skammt frá hafnarborginni Odessa. Flestir þeirra sem féllu voru sofandi í níu hæða fjölbýlishúsi. Fullorðin manneskja og barn féllu síðan þegar eldflaug var skotið á sumarleyfisbúðir í bænum. Þrjátíu og átta manns særðust, þeirra á meðal sex börn, í þessum árásum. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði samkomu í Vínarborg í gærkvöldi. Hann sagði Úkraínu hafa varað evrópuríki við því árum saman að verða ekki háðinnflutningi orkugjafa frá Rússlandi. Flæði fjármuna frá Evrópu til kaupa á rússneskum orkugjöfum verði að stöðva nú þegar. Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu ávarpaði leiðtogafund NATO á miðvikudag þar sem hann óskaði eftir frekari efnahags- og hernaðarstuðningi bandalagsríkjanna.AP/Manu Fernandez „Í hversu mörg ár höfum við ekki bent á þá staðreynd að Rússar nota gjaldeyristekjur af sölu á gasi og olíu til Vesturlanda gegn þeim sjálfum, gegn öllu samfélagi lýðræðislegra þjóða. Þeir fjármagna öfl klofnings og upplýsingaóreiðu og stjórnmálahreyfingar sem eru á móti sameinaðri Evrópu og skapa þannig vandamál á öllu meginlandinu," sagði Zelenskyy. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Putin reyna að láta stríðið í Úkraínu líta út sem átök milli Rússa og NATO. Það sé fráleitt. Rússar hafi einfaldlega ráðist inn í fullvalda lýðræðisríki sem hafi fullan rétt á að verja sig.AP/John Sibley NATO ríkin samþykktu á leiðtogafundi á miðvikudag að stórauka hernaðarstuðning sinn við Úkraínu. Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands segir Vladimir Putin Rússlandsforseta vilja láta líta út fyrir að stríðið snúist um átök Rússa við NATO og þess vegna hafi hann ítrekað hótaðbeitingu kjarnorkuvopna. „Þetta stríð snýst um árás Putins á fullkomlega saklaust land með hefðbundnum vopnum, með stórskotaliðsárásum, loftárásum og svo framvegis. Þetta snýst um rétt Úkraínu til að verja sig. Þetta er það sem stríðið snýst um," segir Johnson. Það ætti ekki að láta undan áróðri Putins um að stríðið snúist um átök Rússa við NATO.
Innrás Rússa í Úkraínu NATO Rússland Úkraína Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Sjá meira