Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 12:50 Milljónir hafa horft á kveðjumyndskeiðið á YouTube og hundruð þúsunda skilið eftir kveðju. Gera má ráð fyrir að mörg börn séu á meðal þeirra sem taka dauða Technoblade nærri sér en Minecraft er spilaður af fólki á öllum aldri út um allan heim. Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. „Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021 Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira
„Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021
Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Innlent Tugþúsundir mótmæltu ICE Erlent Fleiri fréttir „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Sjá meira