Milljónir syrgja einn þekktasta og besta Minecraft-spilara heims Hólmfríður Gísladóttir skrifar 1. júlí 2022 12:50 Milljónir hafa horft á kveðjumyndskeiðið á YouTube og hundruð þúsunda skilið eftir kveðju. Gera má ráð fyrir að mörg börn séu á meðal þeirra sem taka dauða Technoblade nærri sér en Minecraft er spilaður af fólki á öllum aldri út um allan heim. Milljónir tölvuleikaaðdáenda út um allan heim syrgja nú einn þekktasta og besta Minecraft-leikmann heims. Alex, eða Technoblade eins og hann kallaði sig í netheimum, lést úr krabbameini í gær. Hann var aðeins 23 ára gamall. „Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021 Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
„Halló allir, Technoblade hér. Ef þú ert að horfa á þetta er ég dáinn. Þannig að við skulum setjast niður og spjalla í eitt síðasta skipti,“ sagði Alex í skilaboðum til aðdáenda sinna, sem pabbi hans las og birti á YouTube-rás spilarans í nótt. Fylgjendur Technoblade voru 11 milljónir á YouTube og 3,7 milljónir á Twitter en hann öðlaðist vinsældir þegar hann hóf að birta myndskeið á YouTube þar sem hann spilaði Minecraft. Technoblade, sem gabbaði aðdáendur sína og lét þá í langan tíma halda að hann héti Dave, var þekktur fyrir skopskyn sitt og almennilegheit. Þúsundir hafa minnst hans á Twitter og víðar og rifjað upp hvernig þeir kynntust Minecraft í gegnum hann og sagt af því sögur hvernig hann tók þá rækilega í gegn í leiknum. Í kveðju sinni, sem hann skrifaði í gær, þakkaði hann fylgjendum sínum fyrir að kaupa ýmsan varning merktum Technoblade. Ágóðinn myndi borga fyrir háskólagöngu systkina hans. „Ja, ef þau langar til. Ég vil ekki beita þau dáinn-bróðir-þrýstingi,“ sagði hann. „Þetta er allt frá mér. Takk fyrir að styðja efnið mitt í gegnum árin. Ef ég ætti 100 líf þá held ég að ég hefði valið að vera Technoblade í hverju einasta þeirra, þar sem þetta voru hamingjuríkustu ár líf míns.“ Technoblade sagði frá því í fyrra að hann hefði greinst með krabbamein. Í kveðjumyndskeiðinu sem faðir hans deildi á YouTube sést mynd af Alex þar sem hann ber augljós merki sjúkdómsins. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem margir aðdáendur hans berja hann augum en í netheimum var hann feitur og pattaralegur grís. new vid https://t.co/nL5QiqHPKH— Technoblade (@Technothepig) February 28, 2021
Samfélagsmiðlar Andlát Leikjavísir Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira