Enski boltinn

Tottenham staðfestir að kaupin á Richarlison séu gengin í gegn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Richarlison hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Everton.
Richarlison hefur spilað sinn síðasta leik fyrir Everton. Getty/James Gill

Brasilíski framherjinn Richarlison er kominn til Tottenham frá Everton.

Tottenham kaupir Richarlison fyrir allt að sextíu milljónir punda eða um 9,7 milljarða íslenskra króna. Félagið staðfestir það á miðlum sínum að hann sé orðinn leikmaður Spurs.

Tottenham borgar fimmtíu milljónir punda strax og það gætu síðan tíu milljónir punda bæst við.

Everton vildi fá meira fyrir leikmanninn en slæm fjárhagsstaða félagsins þýðir að liðið varð að selja eina stærstu stjörnuna sína.

Þessi 25 ára gamli framherji er fjórði leikmaðurinn sem Tottenham kaupir í sumar en félagið hafði áður fengið þá Fraser Forster, Ivan Perisic og Yves Bissouma.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.