Lýsir aðdraganda þess að Ezra Miller tók hana hálstaki á Prikinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. júlí 2022 08:11 Sjáskot úr myndbandi sem tekið var upp þegar Miller tók konuna kverkataki. Konan sem bandaríski leikarinn Ezra Miller tók hálstaki á Prikinu í apríl 2020 hefur tjáð sig um atvikið og aðdraganda þess. Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér. Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira
Það gerir hún í viðtali við bandaríska fjölmiðilinn Variety sem birti í gær umfjöllun um Miller og ásakanir á hendur háni um ofbeldi í garð kvenna. Miller skilgreinir sig sem kvár og notar persónufornafnið hán. Hið þrítuga Miller skaust upp á stjörnuhimininn á síðasta áratug. Feril háns náði hámarki þegar það lék ofurhetjuna Flash í Justice League. Það hefur hins vegar hallað undan fæti hjá Miller undanfarin ár, ekki síst vegna ásakana um ofbeldi og undarlega hegðun. Var fastagestur á Prikinu Þar hefur árásin á skemmtistaðnum Prikinu spilað stórt hlutverk en hún átti sér stað á vordögum ársins 2020. Þá hafði Miller eytt töluverðum tíma á Íslandi, svo miklum raunar að hán var fastagestur á Prikinu. Í umfjöllun Variety er meðal annars rætt við Carlos Reyni, sem þá starfaði sem barþjónn á Prikinu. Lýsir hann því hvernig vandræði og átök hafi fylgt veru Miller á Prikinu. Það keyrði hins vegar um þverbak þegar Miller réðst á unga konu, sem tjáir sig í fyrsta skipti um atvikið við Variety, án þess að hún sé nafngreind. Ummælin sem höfð eru eftir henni voru tekin upp skömm eftir atvikið á Prikinu árið 2020. Í umfjöllun Variety kemur fram að haft hafi verið samband við hana við vinnslu þeirrar greinar sem Variety birti í gær og fjallar um ásakanir á hendur Miller um ofbeldi í garð kvenna. Staðfesti konan að fjölmiðillinn mætti nota ummæli hennar sem hún lét falla skömmu eftir árásina. Fjallað var um árásina í fjölmiðlum víða um heim eftir að myndband komst í birtingu þar sem sjá má Miller taka umrædda konu hálstaki. Segir Variety að þrír heimildarmenn blaðsins lýsi aðdraganda árásinnar þannig að konan hafi verið að spjalla við Miller við barinn. Hún hafi spurt hán um ör á fótum háns, sem hán hafi útskýrt að væru eftir slagsmál. Grínið snerist í alvöru Eftir nánari umræður um örin labbaði konan í burtu en sneri sér svo við og sagði: „Bara svo þú vitir það, þá gæti ég tekið þig í slag.“ Miller er sagt hafa svarað henni á þessa leið: „Viltu í alvörunni slást við mig?“ Konan sagði Miller þá að hitta sig úti á reykingarsvæði barsins. Í viðtali við Variety segir konan að hún hafi verið að grínast við Miller. „Ég held að þetta hafi bara verið grín og sprell, þangað til það var það ekki,“ hefur Variety eftir henni. Í umfjöllun Variety kemur fram að útlit hafi verið fyrir að Miller hafi litið á ummæli konunnar sem grín, þangað til vinkona hennar fór einnig að ræða við hán. Er hún sögð hafa sagt við Miller að hún hafi heyrt að hán vildi ekki slást. „Vinkona mín þurfti ekki að segja það,“ hefur Variety eftir konunni. „Þetta var augljóslega grín en Miller tók þessu bókstaflega og varð mjög [reitt]. [Hán] kom hlaupandi út.“ „Allt í einu er [hán] í andlitinu á mér, með mig í kverkataki, ennþá að öskra á mig hvort hvort ég vilji slást.“ Segir hún að vinur hennar sem hafi tekið atvikið upp hafi áttað sig á því að Miller væri ekki að grínast. Vinir hennar hafi farið í það að halda aftur af Miller. „Þetta er það sem þú vildir, þetta er það sem þú vildir,“ er Miller sagt hafa öskrað. Segir hún einnig að Miller hafi hrækt á andlit hennar. Ákvað að kæra ekki Umræddur Carlos Reynir segist einnig hafa reynt að blanda sér í atburðarrásina en uppskorið fjölmargar hrákur í andlitið frá Miller. Í frétt Variety segir að konan hafi tilkynnt atvikið til lögreglu en ákveðið að kæra Miller ekki. Lesa má umfjöllun Variety hér.
Næturlíf Hollywood Reykjavík Mál Ezra Miller Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Sjá meira