Mikil óþolinmæði í samfélaginu Bjarki Sigurðsson skrifar 30. júní 2022 19:46 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Egill Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að fólk geti verið nokkuð rólegt yfir því að verið sé að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslnanna. Breytingin tekur gildi 1. september næstkomandi. Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Gunnlaugur Sigurjónsson, stjórnarformaður Læknavaktarinnar, sagði í samtali við fréttastofu í dag að hann óttaðist að stór mistök væru í uppsiglingu eftir að stjórnvöld ákváðu að færa faglega símaþjónustu Læknavaktarinnar til heilsugæslunnar. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins er ekki á sömu buxunum og segir breytingarnar vera skref í rétta átt. „Það sem er að eiga sér stað er að það er verið að flytja 1700-númerið yfir til Heilsugæslunnar. Þetta er vaktsími heilsugæslunnar. Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins er að reka fimmtán heilsugæslustöðvar þannig það er svo sem ekkert óeðlilegt að vaktsíminn flytjist þangað líka,“ sagði Ragnheiður í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir að með þessu sé verið að reyna að bæta heilsulæsi fólks og sjálfbærni. „Það gerum svolítið með því að eiga þetta góða samtal við fólk í gegnum 1700-símann, netspjallið og Heilsuveru. Við getum heyrt hvað brennir á og hvað fólk þarf að vita svo við getum búið til efni fyrir heimsíðuna svo við getum alltaf verið með puttann á púlsinum. Það er mjög mikilvægt. Þess vegna held ég að samræma alla þessa þætti geti verið til góðs,“ segir Ragnheiður. Unga kynslóðin vill ekki hringja Unga kynslóðin sækist ekki í að hringja í vaktsíma heldur vilji hún hafa samband í gegnum netspjallið eða Heilsuveru.is. Nú þurfi að horfa til framtíðar en heilbrigðiskerfið eigi að vera sveigjanlegt og geta breyst eftir þörfum samfélagsins. Í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveirunnar er fólk mjög óþolinmótt gagnvart eigin heilsu og vill að sögn Ragnheiðar oftast fá þjónustu strax. „Það sem við sjáum núna er ofboðslega mikil þjónustuþörf í samfélaginu. Þannig þetta er líka kannski liður í því að reyna einhvern veginn að efla fólk til sjálfbærni í eigin heilsu, að koma með góða fræðslu og hvetja fólk til að vera sjálfbært. Við finnum fyrir mikilli óþolinmæði úti í samfélaginu, þú ert búinn að vera með hósta í tvo daga og það er ekki alveg að ganga og þú þarft bara þjónustu strax. Það er rosaleg svona óþolinmæði,“ segir hún. Allt heilbrigðiskerfið sé á hliðinni og nú verði að biðla til fólks sem er frískt og við góða heilsu að slaka aðeins á. Það sé í lagi að vera veikur í nokkra daga án þess að þurfa læknisaðstoð. „Mikið af smotteríisatriðum sem fólk er að labba inn á heilsugæslustöðvar með. Bráðaþjónusta heilsugæslunnar þar sem þú labbar beint inn er eiginlega eingöngu ætluð fyrir smá slys eða bráð veikindi sem verður að leysa strax. Við erum aðeins að reyna að lægja þessari öldu sem kom með Covid að allir þyrftu þjónustu strax.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilsa Reykjavík síðdegis Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira