„Við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. júní 2022 13:00 Gunnlaugur Sigurjónsson er stjórnarformaður Læknavaktarinnar. Ákvörðun um að færa faglega símaþjónustu læknavaktarinnar til heilsugæslunnar eru kaldar kveðjur til starfsfólks að mati Gunnlaugs Sigurjónssonar stjórnarformanns Læknavaktarinnar sem óttast að stór mistök séu í uppsiglingu. Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“ Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Yfirmenn á Læknavaktinni neyddust til þess að segja upp hátt í þrjátíu hjúkrunarfræðingum vegna ákvörðunar yfirvalda um að færa þjónustuna yfir til upplýsingamiðstöðvar heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Læknavaktin hefur haldið utan um verkefnið frá 1986. Uppsagnirnar bárust um síðustu mánaðamót og taka gildi mánaðamótin ágúst/september. „Við teljum að þetta mál sé allt vanreifað og við teljum að hvorki ráðuneytið, Sjúkratryggingar né heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins átti sig á eðli og umfangi verkefnisins og við óttumst að það séu mistök í uppsiglingu.“ Gunnlaugur hefur sérstakar áhyggjur af stöðu landsbyggðarinnar en af þeim 220 þúsund símtölum sem Læknavaktin sinnti í fyrra voru 60 þúsund þeirra frá landsbyggðinni. „Við höfum sérstakar áhyggjur af landsbyggðinni því símanúmerið þjónustar náttúrulega alla landsbyggðina til að fólk nái sambandi við sinn lækni sem er á vakt og um leið er þetta mikilvæg þjónusta til að hlífa læknum á landsbyggðinni á kvöldin og nóttinni við óþarfa truflunum og röskun á nætursvefni.“ Fagleg símaþjónusta Læknavaktarinnar hefur verið opin allan sólarhringinn, allan ársins hring og Gunnlaugur segir að dýrmæt reynsla hafi byggst upp á þeim tíma sem Læknavaktin hefur haldið utan um símsvörun. „Flestir hjúkrunarfræðingarnir okkar eru með áratuga reynslu í þessu og þetta er bara mjög erfitt starf og flókið og svona reynsla er ekki fengin á einni nóttu, ekki á einum mánuði og ekki einu ári þannig að við óttumst að það sé verið að kasta þarna gríðarlega verðmætri reynslu á glæ.“ Gunnlaugur segir að starfsfólkið upplifi að það sé ekki metið að verðleikum. „Það er mikil óánægja með þessa ákvörðun því við teljum okkur hafa sinnt þessu afburðavel í gegnum COVID-faraldurinn og fleiri faraldra; svínaflensuna, mislingafaraldur og fleira. Við höfum alltaf verið vakin og sofin yfir því að veita sem besta þjónustu og bregðast við öllu og okkur finnst þetta svolítið kaldar kveðjur.“
Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00 Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00 Mest lesið Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Fleiri fréttir Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Sjá meira
Þurfa að segja upp öllum hjúkrunarfræðingum fyrir mánaðarmót Öllum hjúkrunarfræðingum á Læknavaktinni verður sagt upp fyrir mánaðarmót þar sem til stendur að færa símaráðgjöf yfir til Heilsugæslunnar. Fagstjóri hjúkrunar hjá Læknavaktinni á Læknavaktinni segir það óskiljanlegt að yfirvöld ætli að færa þjónustuna á milli staða í ljósi stöðunnar innan heilbrigðiskerfisins. 27. maí 2022 13:00
Segir að hugsa þurfi um líðan hjúkrunarfræðinga í óvæginni umræðu um Læknavaktina Yfirlæknir á Læknavaktinni segir óvægna umræðu á samfélagmiðlum um þjónustu símahjúkrunarfræðinga dapurlega. Hugsa verði um líðan og trúverðugleika hjúkrunarfræðinganna í slíkri umræðu. 21. desember 2021 16:00