Erlent

Marcos orðinn leiðtogi Filippseyja á ný

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Marcos ásamt eiginkonu sinni Mariu Louise og móður sinni Imeldu.
Marcos ásamt eiginkonu sinni Mariu Louise og móður sinni Imeldu. AP/Aaron Favila

Ferdinand Marcos yngri sór í morgun embættiseið sinn sem forseti Filippseyja og hefur því tekið við völdum í landinu af hinum umdeilda Rodrigo Duterte.

Marcos er sonur og alnafni fyrrverandi einræðisherra landsins sem hrakinn var frá völdum í byltingu árið 1986. Hann sigraði með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í síðasta mánuði enda naut hann stuðnings Dutertes í embættið og varaforseti hans verður dóttir Dutertes, Sara. 

Hin 64 ára gamli Marcos, sem kallaður er Bongbong, sagði í ávarpi sínu í morgun að hann væri þakklátur fyrir það umboð sem honum hefði verið veitt og hvatti til þess að landsmenn sameinist og hætti að deila um það sem gerðist í fortíðinni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.