Ellefu af sextán sagt sig úr flokknum síðan nýr formaður tók við Bjarki Sigurðsson skrifar 29. júní 2022 18:41 Kristian Thulesen Dahl er einn ellefu þingmanna sem hefur sagt sig úr þingflokki Danska þjóðarflokksins. EPA/Nils Meilvang Fyrrum formaður Danska þjóðarflokksins, Kristian Thulesen Dahl, hefur nú sagt sig úr þingflokk þeirra. Hann er ellefti þingmaður þeirra til að segja sig úr flokknum síðan Morten Messerschmidt tók við formannsembætti flokksins þann 23. janúar síðastliðinn. Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð. Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Messerschmidt hlaut sextíu prósent atkvæða í formannskosningum flokksins í janúar á þessu ári og yfirgáfu sex þingmenn flokkinn á fyrsta mánuði kjörtímabils hans. Boðað var til formannskjörs eftir að formaður flokksins til tíu ára, Kristian Thulesen Dahl, tilkynnti um afsögn sína. Dahl sagði sig úr flokknum í dag en hann tók þátt í því að stofna flokkinn á sínum tíma ásamt að gegna hlutverki formanns. Hann tilkynnti sjálfur um þetta á Facebook-síðu sinni í dag. Sálfræðilegt stríð hefur ríkt á milli Dahl og Messerschmidt síðustu vikur og að sögn Christine Cordsen, fréttaritara danska ríkissjónvarpsins á þinginu, fékk Dahl skýr skilaboð frá flokksmeðlimum að best væri að hann myndi yfirgefa þingflokkinn. Það eru ekki einungis þingmenn flokksins sem hafa ákveðið að víkja en einnig starfsmenn flokksins, þar á meðal ritarar, aðstoðarmenn og fleiri. Nú standa einungis fimm þingmenn eftir, en í hópi þeirra er annar fyrrverandi formaður flokksins, Pia Kjærsgaard. Talið er að einhverjir þeirra þingmanna sem hafa sagt sig úr Danska þjóðarflokknum muni ganga til liðs við Danmerkurdemókratana. Sá flokkur var stofnaður í síðustu viku af Inger Støjberg sem er fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre. Fréttin hefur verið uppfærð.
Danmörk Tengdar fréttir Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06 Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34 Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Støjberg dæmd í sextíu daga fangelsi Ríkisréttur Danmerkur dæmdi í dag Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, í sextíu daga óskilorðsbundið fangelsi. Hún var sakfelld af ákæru um að hafa látið stía í sundur ungum hælisleitendum í ráðherratíð sinni. 13. desember 2021 12:06
Segir skilið við Venstre Inger Støjberg, þingkona Venstre í Danmörku og fyrrverandi ráðherra innflytjendamála, hefur skráð sig úr flokknum. Hún heldur áfram á þingi sem óháður þingmaður. 4. febrúar 2021 09:34
Inger Støjberg stofnar Danmerkurdemókrata Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra innflytjendamála og varaformaður Venstre, hefur tilkynnt að hún hafi stofnað nýjan flokk – Danmerkurdemókrata. 23. júní 2022 08:12