Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 18:53 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar heilsar Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands við upphaf fundar þeirra um NATO aðild Svía í Madrid í dag. AP/Henrik Montgomery Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira
Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Sjá meira