Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2022 18:39 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í nóvember. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Erlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Fleiri fréttir Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Sjá meira
Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“