Ghislaine Maxwell dæmd í tuttugu ára fangelsi Kjartan Kjartansson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. júní 2022 18:39 Teikning af Ghislaine Maxwell í réttarsal í nóvember. AP/Elizabeth Williams Ghislaine Maxwell var rétt í þessu dæmd til tuttugu ára fangelsisvistar fyrir að hafa aðstoðað þáverandi kærasta sinn, Jeffrey Epstein, við að finna og tæla unglingsstúlkur. Fórnarlömb Epstein og Maxwell voru meðal þeirra sem báru vitni fyrir dómi í dag. Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð. Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Maxwell var ákærð og sakfelld fyrir aðild að brotum Jeffreys Epstein á ungum stúlkum á árunum 1994 til 2004. Hún var sökuð um að hafa fundið og tælt stúlkurnar til Epstein og jafnvel um að taka þátt í kynferðislegri misnotkun á þeim. Saksóknarar fóru fram á að minnsta kosti þrjátíu ára fangelsisdóm yfir Maxwell sem er sextug. Hún hefur dúsað í fangelsi frá því að hún var handtekin í júlí 2020. Þá hefur hún verið á sjálfsvígsvakt í fangelsinu frá því á föstudaginn. Samkvæmt fangelsisyfirvöldum hefur hún lagt fram meira en hundrað kvartanir vegna skilyrða í fangelsinu. Þar á meðal hefur hún kvartað yfir óhóflegum líkamsleitum og ágengu eftirliti fangavarða meðan hún er í sturtu. Jeffrey Epstein svipti sig lífi í fangelsi í New York í ágúst árið 2019. Hann beið þá réttarhalda vegna ákæru um mansal. Konur sem sökuðu Epstein um kynferðisofbeldi báru vitni um að Maxwell hefði leikið lykilhlutverk í brotunum. Verjendur hennar héldu því aftur á móti fram að hún væri nú gerð að blóraböggli fyrir glæpi Epstein. Fórnarlömb Epstein og Maxwell báru vitni fyrir dómi í dag, þar á meðal Annie Farmer. Hún sagðist hafa upplifað mikla skömm eftir samskipti sín við parið. „Ekki er hægt að telja fjölda fólksins sem hefur orðið fyrir skaða,“ sagði Farmer. Sarah Ransome, eitt fórnarlamba þeirra, lýsti því fyrir dómi þegar hún reyndi að flýja eyjuna sem unglingsstúlkurnar voru fluttar á af Epstein og Maxwell. „Þú gast komið inn í dýflissuhelvíti Epstein og Maxwell en þú gast ekki farið út,“ sagði Ransome. Hún vildi meina að eina leiðin burt væri að hoppa ofan í sjóinn sem var fullur af hákörlum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Mál Jeffrey Epstein Bandaríkin MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Sjá meira
Maxwell sögð á sjálfsvígsvakt í fangelsi Lögmaður Ghislaine Maxwell, sem var sakfelld fyrir aðild að glæpum Jeffreys Epstein gegn konum, segir að hún sé sjálfsvígsvakt í fangelsinu í Brooklyn þar sem henni er haldið. Til stendur að ákvarða refsingu hennar á þriðjudag en lögmaðurinn segir að það kunni að frestast. 26. júní 2022 14:40