Ræða við vitni sem sá skjöl brennd í Hvíta húsinu Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 14:11 Cassidy Hutchinson starfaði í Hvíta húsi Trump. Hún segist hafa séð Mark Meadows, skrifstofustjóra, brenna skjöl. AP/J. Scott Applewhite Þingnefnd sem rannsakar á árás á bandaríska þinghúsið boðaði óvænt til opins fundar í dag. Starfsmaður Hvíta hússins sem sá skrifstofustjóra þess brenna skjöl á meðan Donald Trump og félagar reyndu að snúa úrslitum forsetakosninganna við er sagður ætla að bera vitna á fundinum. Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum. Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira
Ekki stóð til að nefnd fulltrúardeildar Bandaríkjaþings sem rannsakar árás stuðningsmanna Trump á þinghúsið 6. janúar í fyrra hittist aftur fyrr en eftir þjóðhátíðardaginn 4. júlí. Skyndilega var þó boðað til opins fundar sem fer fram síðar í dag en ekkert kom fram um hvert tilefnið væri annað en að nýjar upplýsingar hefðu komið fram. AP-fréttastofan segir að á fundinum beri Cassidy Hutchinson, hátt settur ráðgjafi í Hvíta húsi Trump, vitni. Hún hafi sagt nefndinni í viðtali á bak við luktar dyr að hún hefði séð Mark Meadows, skrifstofustjóra Hvíta hússins, brenna skjöl eftir að hann fundaði með Scott Perry, fulltrúadeildarþingmanni repúblikana frá Pennsylvaníu. Perry þessi var einn nokkura þingmanna repúblikana sem tóku þátt í tilraunum Trump og ráðgjafa hans til að snúa við úrslitum forsetakosninganna. Hutchinson er sögð hafa afhent nefndinni ýmis konar gögn og gefið nokkrar skýrlur á bak við luktar dyr. Hún sagðist hafa setið nokkra fundi í Hvíta húsi um hvernig hægt væri að hnekkja úrslitum kosninganna sem Trump tapaði, þar á meðal með nokkrum þingmönnum Repúblikanaflokksins. Ekki er ljóst hvað nefndin vill ræða við Hutchinson í dag eða hvers vegna svo mikil leynd hefur verið í kringum fundarboðið. Heimildarmenn Washington Post segja að leyndin sé að hluta til vegna trúverðugra hótana í garð vitnisins. Önnur vitni, þar á meðal ráðherrar og embættismenn í stjórn Trump, hafa dregið upp mynd af því hvernig forsetinn og ráðgjafar hans brugguðu ráð um að snúa við úrslitum kosninganna svo að hann gæti setið áfram í embætti. Vildu þeir að repúblikanar í einstökum ríkjum samþykktu falska kjörmenn fyrir ríkin í stað þeirra réttkjörnu með vísan til stoðlausra samsæriskenninga um að stórfelld kosningasvik hefðu kostað Trump endurkjör. Mike Pence, varaforseti Trump, átti svo að hafna því að staðfesta kosningaúrslitin á fundi beggja deild þingsins 6. janúar, í ljósi þess að sum ríki hefðu sent fleiri en einn lista af kjörmönnum. Þannig yrði Trump tryggð áframhaldandi seta á forsetastóli jafnvel þó að kjósendur hefðu hafnað honum.
Bandaríkin Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24 Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Fleiri fréttir Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Sjá meira
Lögðu hald á síma kosningalögmanns Trump Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar FBI lögðu hald á farsíma lögmanns Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta í síðustu viku. Lögmaðurinn var framarlega í flokki þeirra sem héldu á lofti stoðlausum samsæriskenningum um kosningasvik og reyndi að fá repúblikana til að koma í veg fyrir að Joe Biden yrði forseti. 28. júní 2022 10:24
Vissu að það sem þeir báðu Pence um væri ólöglegt Donald Trump og ráðgjafar hans sem vildu að Mike Pence varaforseti neitaði að staðfesta úrslit forsetakosninganna vissu að ráðabrugg þeirra væri ólöglegt. Einn ráðgjafa Trump bað um að vera hafður með á sérstökum náðunarlista. 16. júní 2022 23:20
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent