Íslenski boltinn

ÍA fær danskan liðsstyrk

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Kristian Lindberg er nýjasti liðsmaður ÍA.
Kristian Lindberg er nýjasti liðsmaður ÍA. ía

ÍA hefur samið við danska leikmanninn Kristian Lindberg. Hann lék síðast með Nykøbing í heimalandinu.

Lindberg er uppalinn hjá Nordsjælland og lék þar undir stjórn Ólafs Kristjánssonar. Hann hefur leikið fyrir öll yngri landslið Dana.

Lindberg, sem er 28 ára, hefur alla tíð leikið í heimalandinu fyrir utan stutt stopp hjá Atlético Baleares á Spáni.

ÍA tapaði 2-3 fyrir Breiðabliki í sextán liða úrslitum Mjólkurbikarsins í gær. Skagamenn eru í 10. sæti Bestu deildarinnar með átta stig eftir tíu umferðir. Næsti leikur ÍA er gegn Leikni í Breiðholtinu á mánudaginn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.