Segir Vítalíu ekki hafa kært þremenningana Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2022 10:28 Arnar Þór Stefánsson er lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar. Vísir/Vilhelm Lögmaður Þórðar Más Jóhannessonar, eins þeirra sem Vítalía Lazareva hefur sakað um kynferðisbrot gegn sér, segir að engin kæra liggi fyrir í málinu, þvert á yfirlýsingar Vítalíu. Þeir þrír sem Vítalía sakaði um að hafa brotið gegn henni í sumarbústað í október 2020 hafa nú kært Vítalíu og Arnar Grant fyrir tilraun til fjárkúgunar. Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í mars á þessu ári sagðist Vítalía þá hafa bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglunnar, til þess að kæra þremenningana fyrir kynferðisbrot. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar Más, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi staðfestingu frá ríkislögreglustjóra fyrir því að enga kæru vegna málsins sé að finna í lögreglukerfunu Löke. „Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum um langa hríð,“ segir Arnar Þór. Telur framgöngu Vítalíu ekki trúverðuga Arnar Þór staðfestir þá við fréttastofu að þremenningarnir hafi nú lagt fram kæru á hendur Vítalíu og Arnari fyrir tilraun til fjárkúgunar. Það staðfestir Eva B. Helgadóttir, lögmaður Hreggviðs, einnig. Arnar Þór segir þá geta skipt máli fyrir meðferð kærunnar sem nú hefur verið lögð fram að Vítalía hafi ekki kært þremenningana, líkt og hún hafði sagst ætla að gera. „Það getur alveg skipt máli ef þú ert að láta að því liggja að þú ætlir að kæra og sért þolandi, en kærir svo ekki. Það er nú ekki mjög trúverðug framganga,“ segir Arnar Þór. Hættu störfum í kjölfar viðtalsins Í kjölfar viðtals Vítalíu í janúar var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi. MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira
Mál Vítalíu komst fyrst í kastljósið í janúar eftir að viðtal Eddu Falak við hana í hlaðvarpinu Eigin konur birtist. Þar lýsti Vítalía því að hafa orðið fyrir ofbeldi af hendi þriggja eldri karlmanna í sumarbústaðarferð, sem hún hafði mætt í til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er einkaþjálfarinn Arnar Grant. Í mars á þessu ári sagðist Vítalía þá hafa bókað tíma hjá kærumóttöku lögreglunnar, til þess að kæra þremenningana fyrir kynferðisbrot. Arnar Þór Stefánsson, lögmaður Þórðar Más, segir í samtali við fréttastofu að hann hafi staðfestingu frá ríkislögreglustjóra fyrir því að enga kæru vegna málsins sé að finna í lögreglukerfunu Löke. „Þrátt fyrir miklar yfirlýsingar um það í fjölmiðlum um langa hríð,“ segir Arnar Þór. Telur framgöngu Vítalíu ekki trúverðuga Arnar Þór staðfestir þá við fréttastofu að þremenningarnir hafi nú lagt fram kæru á hendur Vítalíu og Arnari fyrir tilraun til fjárkúgunar. Það staðfestir Eva B. Helgadóttir, lögmaður Hreggviðs, einnig. Arnar Þór segir þá geta skipt máli fyrir meðferð kærunnar sem nú hefur verið lögð fram að Vítalía hafi ekki kært þremenningana, líkt og hún hafði sagst ætla að gera. „Það getur alveg skipt máli ef þú ert að láta að því liggja að þú ætlir að kæra og sért þolandi, en kærir svo ekki. Það er nú ekki mjög trúverðug framganga,“ segir Arnar Þór. Hættu störfum í kjölfar viðtalsins Í kjölfar viðtals Vítalíu í janúar var greint frá því að Ari Edwald, þáverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, hefði stigið til hliðar úr stjórn fyrirtækisins. Strax sama dag steig Hreggviður, þá stjórnarformaður og aðaleigandi Vertias Capital, úr stjórn þess og stjórnum tengdra fyrirækja. Hreggviður sagði í yfirlýsingu sem hann sendi út að hann harmaði að hafa ekki stigið úr aðstæðunum sem Vítalía segði frá og honum þætti þungbært að heyra um hennar reynslu. Hann teldi sig þó ekki hafa gerst brotlegan við lög. Þórður Már sagði sig sömuleiðis úr stjórn Festi vegna ásakananna og Arnar Grant hætti tímabundið störfum hjá World Class, þar sem hann starfaði sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Sama kvöld fór fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson sömuleiðis í tímabundið leyfi frá sínum störfum hjá útvarpsstöðinni K100, en hann var sömuleiðis bendlaður við aðra frásögn Vítalíu í hlaðvarpsþættinum af meintu kynferðisofbeldi.
MeToo Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mál Vítalíu Lazarevu Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Fleiri fréttir „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Sjá meira