Innlent

Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Arnar Grant er kominn í tímabundið leyfi hjá World Class. 
Arnar Grant er kominn í tímabundið leyfi hjá World Class.  Sportelítan

Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 

Björn Leifsson, eigandi World Class, staðfestir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að Arnar sé kominn í leyfi. Að sögn Björns er Arnar verktaki hjá World Class. 

Málið tengist frásögn Vítalíu Lazarevu, 24 ára gamallar konu, í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í vikunni. Þar lýsir hún leynilegu ástarsambandi sínu við einkaþjálfara, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant, um nokkurra mánaða skeið. 

Hefur hún sakað fjóra vini hans um að hafa beitt sig kynferðisofbeldi. 

Þar sagðist hún líka hafa upplifað ýmislegt af hendi Arnars. Hann hafi ítrekað talað niðrandi um hana og boðið vinum sínum að sofa hjá henni. 

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, og Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stigu til hliðar frá störfum sínum fyrr í dag vegna málsins. Hreggviður sagðist í yfirlýsingu harma að hafa ekki stigið út úr aðstæðum sem unga konan hafi greint frá. 

Þá er Þórður Már Jóhannesson hættur sem stjórnarformaður Festi. Samkvæmt heimildum fréttastofu er hann einn mannanna þriggja. 

Þá er fjórði karlmaður, þjóðþekktur einstaklingur samkvæmt heimildum fréttastofu, sakaður af Vítalíu um að hafa beitt hana kynferðisofbeldi hér á landi á meðan Arnar var viðstaddur. 

Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná sambandi við Arnar á síðustu dögum án árangurs. 


Tengdar fréttir

Logi Bergmann í leyfi frá K100

Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×