Logi Bergmann í leyfi frá K100 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 17:18 Logi Bergmann er farinn í ótímabundið leyfi frá K100. Vítalía Lazareva birti í gær á Instagram samskiptin sem sjást á myndinni. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. „Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira
„Ég hef verið betri,“ sagði Logi þegar Sigurður Gunnarson, sem stjórnar þættinum með honum, spurði hvernig honum liði. „En við ætlum að gera hérna útvarpsþátt. Ég hendi einum þætti í loftið núna og svo fer ég kannski í smá frí og við sjáum bara til hvað gerist.“ Logi er einn þeirra fimm manna sem bendlaður hefur verið við mál ungrar konu, sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Hætti klukkutíma síðar Síðdegisþátturinn á K100 hófst sem fyrr segir venju samkvæmt klukkan 16. Frá því um fimmleytið hefur Sigurður aftur á móti stýrt þættinum einn en þá birtist einnig frétt um leyfi Loga á mbl.is, systurmiðli K100. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Þar lýsti hún því meðal annars að hafa farið í sumarbústaðaferð í desember 2020 til að hitta þáverandi ástmann sinn, sem samkvæmt heimildum fréttastofu er Arnar Grant einkaþjálfari hjá World Class, sem nú er farinn í tímabundið leyfi frá verktakavinnunni. Í ferðinni segir Vítalía þrjá eldri karlmenn hafa brotið á sér kynferðislega í heitum potti. Þá sagði hún annan eldri mann, þjóðþekktan einstakling, hafa gengið inn á sig og ástmanninn á hótelherbergi í Borgarnesi. Í kjölfarið hafi ástmaðurinn boðið manninum kynferðislegan greiða með Vítalíu í stað þagnar. Í dag sögðu Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, og Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, af sér störfum eða fóru í tímabundið leyfi en þeir hafa allir verið bendlaðir við málið. Fréttastofa hefur síðustu daga ítrekað hringt í Loga, Harald Johannessen, forstjóra útgáfufélagsins Árvakurs, og Sigurbjörn Magnússon, stjórnarformann þess, án árangurs.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Innlent Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Innlent Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Innlent Að minnsta kosti 24 látnir Erlent Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Fleiri fréttir Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Sjá meira
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Þórður Már segir sig úr stjórn Festar vegna ásakana Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. 6. janúar 2022 16:06