Erlent

Til­raun til að taka Krím­skaga leiði til þriðju heims­styrj­aldarinnar

Bjarki Sigurðsson skrifar
Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður rússneska öryggisráðsins.
Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og formaður rússneska öryggisráðsins. Mikhail Svetlov/Getty Images

Dmitry Medvedev, fyrrverandi forseti Rússlands og náinn bandamaður Vladímír Pútín, segir að ef ríki sem er í Atlantshafsbandalaginu sæki í átt að Krímskaga leiði það til þriðju heimsstyrjaldarinnar.

Medvedev starfar í dag sem formaður Öryggisráðs Rússlands og hefur verið ansi gagnrýninn á Vesturlönd síðan Rússar réðust inn í Úkraínu. Hann hefur til að mynda ekki útilokað það að notast við kjarnorkuvopn, bæði á Úkraínu og bandamenn þeirra.

„Fyrir okkur er Krímskagi hluti af Rússlandi. Að eilífu. Hver einasta tilraun til þess að taka Krímskaga er stríðsyfirlýsing gegn Rússlandi,“ sagði Medvedev í samtali við vefmiðilinn Argumenty i Fakty.

„Og ef það verður gert af NATO-meðlimi, þá þýðir það stríð gegn öllu bandalaginu, þriðja heimsstyrjöldin. Algjörir hörmungar.“Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.