Körfuboltastjarna fór fyrir dómara í Rússlandi í dag Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 14:17 Brittney Grine, körfuboltakonu og Ólympíuverðlaunahafa, fylgt inn í réttarsal í dag. AP/Alexander Zemlianichenko Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner fór fyrir dómara í undirbúningsyfirheyrslu í Rússlandi í dag. Griner var handtekinn fyrir rúmlega fjórum mánuðum á Sheremetyevo-flugvelli í Moskvu fyrir vörslu á kannabis þegar það fannst hassolía í rafrettu hennar. Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern. Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Griner gæti átt yfir höfði sér tíu ár í fangelsi verði hún sakfelld fyrir ásakanir um eiturlyfjasmygl. Dagsetning réttarhaldanna hefur enn ekki verið tilkynnt en tilkynningar er að vænta á næstunni. Þá verður Griner í gæsluvarðhaldi fram yfir 2. júlí að minnsta kosti. Undirbúningsyfirheyrslan í dag var haldin fyrir luktum í Khimki-úthverfi í Moskvu og tók á réttarfarslegum atriðum, segir í frétt AP um málið. Skipti milli Rússlands og Bandaríkjanna möguleg Handtaka Griner kom á afar óheppilegum tíma, aðeins viku fyrir innrás Rússa inn í Úkraínu. Það var ekki til að auka á þegar erfið samskipti milli ríkjanna tveggja. Griner var undrandi á svip þegar ljósmyndari náði mynd af henni á leið inn í réttarsalinn.AP/Alexander Zemlianichenko Stuðningsmenn Griner hafa talað fyrir skiptum á föngum, rétt eins og var gert í apríl þegar bandaríski hermaðurinn Trevor Reed var sendur aftur til Bandaríkjann í skiptum fyrir rússneskan flugmanninn Konstantin Yaroshenko. Rússneskir miðlar hafa ítrekað bent á þann möguleika að Griner verði skipt fyrir rússneska vopnasalann Viktor Bout sem gengur undir viðurnefninu „Sölumaður dauðans“ og var dæmdur til 25 ára fangelsisvistunar fyrir samsæri um að drepa bandaríska þegna og aðstoða hryjuverkasamtök. Einnig hefur sá möguleiki verið nefndur að henni verði skipt ásamt Paul Whelan, fyrrverandi sjóliða sem var dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir njósnir, fyrir Bout. Í öllu falli verið fyrst að Griner sakfella Griner áður en henni verði mögulega skipt fyrir einhvern.
Rússland Bandaríkin Körfubolti Mál Brittney Griner Tengdar fréttir Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31 Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Fleiri fréttir Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Sjá meira
Dúsir í rússnesku fangelsi fram yfir mánaðarmót Brittney Griner, ein skærasta stjarna WNBA-deildarinnar í Bandaríkjunum hefur verið í haldi rússneskra yfirvalda frá því í febrúar á þessu ári. Fjölmiðlar þar í landi hafa gefið út að hún verði það áfram, fram yfir mánaðarmót hið minnsta. 15. júní 2022 16:31
Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. 16. maí 2022 08:00