Rússar vilja skipta á körfuboltakonunni og Kaupmanni dauðans Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. maí 2022 08:00 Brittney Griner hefur setið í fangelsi í Rússlandi síðan í febrúar. Getty/Mike Mattina Ein besta körfuboltakona heims, Brittney Griner, er enn í haldi Rússa sem framlengdu gæsluvarðhald hennar um heilan mánuð fyrir helgi. Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a> NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira
Nýjustu fréttir er að Rússarnir vilji nota hana sem „skiptimynt“ til að fá til baka vopnasölumanninn Viktor But sem hefur verið í haldi Bandaríkjamanna frá 2012. Viktor But hefur viðurnefnið Kaupmaður dauðans en hann stundaði það að smygla vopnum til Afríku og Miðausturlanda í kringum aldarmótin. FULL STORY: Griner s detention extended the same day Russian news agency says there s a swap to be done to get her home. US officials say it s a classic negotiating ploy. But what does it mean for her? Experts say it s hard to tell. https://t.co/G8tkUOnyPm— T.J. Quinn (@TJQuinnESPN) May 13, 2022 Fréttirnar koma í gegnum rússneska fréttamiðillinn Tass sem lútir að stjórn yfirvalda. Aftonbladet segir frá. Griner var handtekin á Sheremetyevo flugvellinum í Moskvu í febrúar og var gert það að sök að hafa verið með hassolíu í farangri sínum á flugvellinum, sem notuð er til rafrettureykinga. Griner verður að öllum líkindum ákærð fyrir fíkniefnasmygl og á yfir höfði sér fimm til tíu ára fangelsi verði hún dæmd sek. Griner, ætti að vera byrjuð að spila með liði sínu í WNBA-deildinni en líkt og fleiri af þeim bestu þá spila þær í Evrópu á meðan ekki er spilað í WNBA. Sportbladet Hún er 31 árs gömul, spilar sem miðherji og hefur einu sinni orðið WNBA-meistari, tvisvar verið stigahæsti leikmaður WNBA-deildarinnar, tvisvar verið kosin varnarmaður ársins í WNBA og þrisvar verið valin í lið ársins. Hún hefur einnig unnið Euroleague deildina fjórum sinnum auk þess að verða tvisvar heimsmeistari og tvisvar sinnum Ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu. Griner varð fyrsta konan í sögu WNBA-deildarinnar til að troða tvisvar sinnum í sama leiknum en hún er með 17,7 stig, 7,6 fráköst og 2,9 varin skot að meðaltali í 254 leikjum á WNBA-ferlinum. Bandarísk yfirvöld segja að varðhaldið yfir Griner sé ólögmætt og eru að vinna að því að henni verði sleppt. Viktor But er sagður fyrirmyndin af persónu Nicholas Cage í Hollywood kvikmyndinni Lord of war. Hann var handtekinn í Tælandi árið 2008 og framseldur í framhaldinu til Bandaríkjanna. Fjórum árum seinna var hann dæmdur í 25 ára fangelsi fyrir að smygla vopnum til uppreisnarmanna í Kólumbíu en vopnin voru síðan notuð gegn bandarískum ríkisborgurum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=XvPGIcVRKco">watch on YouTube</a>
NBA Innrás Rússa í Úkraínu Mál Brittney Griner Mest lesið Glódís: „Gríðarlega erfitt að sitja með þá tilfinningu eftir mót“ Sport Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara Fótbolti Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Fótbolti „Það var köld tuska í andlitið“ Fótbolti „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Fótbolti Vill halda áfram: „Tel mig hafa getuna í það“ Fótbolti Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Einkunnir Íslands: Sveindís langbest Fótbolti Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Fleiri fréttir Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Sjá meira