Erlent

Íbúar í Tókýó hvattir til að draga úr orkunotkun vegna hitabylgju

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Mikil hitabylgja ógnar nú orkuöryggi á höfðuborgarsvæðinu.
Mikil hitabylgja ógnar nú orkuöryggi á höfðuborgarsvæðinu. AP/Kyodo News/Yusuke Ogata

Yfirvöld í Japan hvetja íbúa stórborgarinnar Tókýó til að draga úr rafmagnsnotkun í dag en mikil hitabylgja gengur nú yfir svæðið sem hefur orsakað mikinn orkuskort.

Búist er við að álagið á raforkukerfið verði gríðarlegt síðdegis í dag að japönskum tíma og því er fólk hvatt til að slökkva öll ljós á meðan loftkæling er notuð en slík tæki eru afar orkufrek. 

Um helgina fór hitinn í Tókýó yfir 35 gráður og í borginni Isesaki féll met þegar mælar sýndu 40,2 gráður. Það er hæsta hitastig sem nokkurntímann hefur sést í Japan í júnímánuði. 

Orkuframleiðsla Japana hefur verið með minnsta móti síðustu mánuði eftir að jarðskjálfti í austurhluta landsins varð þess valdandi að slökkva þurfti á nokkrum kjarnorkuverum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×