Varar við hamförum vegna matvælaskorts Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 12:35 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AP/Mary Altaffer Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum. „Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
„Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Sjá meira
Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13
Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29