Varar við hamförum vegna matvælaskorts Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 12:35 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AP/Mary Altaffer Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum. „Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
„Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Fleiri fréttir Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana „Ég er forseti sem hefur verið rænt; stríðsfangi!“ Fækkar ráðlögðum bóluefnum „Ég er ekki í pólitík til að gera fólk glatt“ „Einhver verður að gera eitthvað til að stoppa manninn af“ Hæddist að vörnum Dana á Grænlandi: „Þeir bættu við einum hundasleða“ Upphaf langra málaferla Ítrekaðar íhlutanir í „bakgarði“ Bandaríkjanna Fjallaljón banaði konu eftir að ráðist var á mann Maduro verður leiddur fyrir dómara síðdegis Rétta yfir löggu fyrir aðgerðaleysi á meðan börn og kennarar voru myrt Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Reyna að koma sextán skipum gegnum herkví Sjá meira
Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13
Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29