Varar við hamförum vegna matvælaskorts Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 12:35 Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AP/Mary Altaffer Heimsbyggðin stendur frammi fyrir hamförum af völdum vaxandi matvælaskorts, að sögn Antonios Guterres, framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna. Stríðið í Úkraínu, uppskerubrestur vegna loftslagsbreytinga, kórónuveirufaraldurinn og ójöfnuðu leggist á eitt um að skapa fordæmalausan matvælavanda í heiminum. „Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“. Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
„Það er raunveruleg hætt á að nokkrum hungursneyðum verði lýst yfir árið 2022 og 2023 gæti orðið enn verra,“ sagði Guterres í myndbandsskilaboðum til embættismanna frá auðugum ríkjum og þróunarríkjum sem eru saman komnir á fundi í Berlín. Uppskera í Asíu, Afríku og Ameríkunum hafi orðið fyrir skakkaföllum þar sem bændur eigi erfitt með að takast á við hækkandi áburðar- og eldsneytisverð. Hætt sé við því að matvælaskortur verði í heiminum, að því er AP-fréttastofan hefur eftir Guterres. Guterres sagði að ekkert ríki yrði ónæmt fyrir samfélags- og efnahagslegum áhrifum slíkra hamfara. Hundruð milljóna manna um allan heim fyndu nú þegar fyrir þeim áhrifum. Kallaði framkvæmdastjórinn eftir skuldauppgjöf fyrir fátækustu ríkin til hjálpa þeim að ná endum saman og að einkagerinn hjálpaði til við að ná jafnvægi á matvælamörkuðum heimsins. Samningamenn Sameinuðu þjóðanna reyndu nú að ná samkomulagi til að gera Úkraínu kleift að flytja matvæli úr landi um Svartahaf og Rússum að selja mat og áburð án viðskiptaþvingana. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, hafnaði fullyrðingum rússneskra stjórnvalda um að það væru vestræna viðskiptaþvinganir sem væru orsök matvælaskorts Benti hún á að Rússar hefðu flutt út eins mikið af hveiti í maí og júní í ár og í fyrra. Nokkrir þættir hefðu leitt til matvælaskortsins en „það var árásarstríð Rússlands á Úkraínu sem breytti öldu í flóðbylgju“.
Sameinuðu þjóðirnar Innrás Rússa í Úkraínu Matur Tengdar fréttir Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13 Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Forseti Alþjóðabankans óttast heimskreppu David Malpass, forseti Alþjóðabankans, telur heimskreppu yfirvofandi og að fátt geti komið í veg fyrir að svo fari. 26. maí 2022 15:13
Alvarlegur matvælaskortur í tuttugu löndum Líklegt er að alvarlegur matvælaskortur eigi eftir að aukast á næstu mánuðum í tuttugu löndum eða á tilteknum svæðum, að mati Matvælaáætlunar Sameinuðu þjóðanna (WFP) og Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). 3. febrúar 2022 11:29