Segir umboðsmenn leikmanna reyna að græða á ástandinu í Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 07:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni. Mustafa Ciftci/Getty Images Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu. Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu. Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu.
Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Ísland fær eitt lakara lið í sinn riðil Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Nýr þjálfari Juventus er með Napoli-húðflúr „Nú er nóg komið“ Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Juventus ræður Spalletti út tímabilið Meistaradeildin skiptir um bjór og Heineken snýr sér að padel Aron Einar kominn á toppinn Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Sjá meira
Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00
Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34
Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45