Segir umboðsmenn leikmanna reyna að græða á ástandinu í Úkraínu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. júní 2022 07:30 Leikmenn Shakhtar Donetsk í æfingaleik í apríl. Deildarkeppnin í Úkraínu á að fara af stað á nýjan leik í ágúst en það stefnir í að engir erlendir leikmenn verði í deildinni. Mustafa Ciftci/Getty Images Sergei Palkin, framkvæmdastjóri úkraínska knattspyrnufélagsins Shakhtar Donetsk, hefur ásakað hina ýmsu umboðsmenn um að reyna græða á ástandindu í Úkraínu. Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu. Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Palkin sendir líka Alþjóðaknattspyrnusambandinu, FIFA, tóninn en ný reglugerð þeirra varðandi erlenda leikmenn í Úkraínu veikir stöðu liða þar í landi gríðarlega. Þetta kemur fram á vef The Athletic. Þar segir að úkraínsk félög séu að reyna selja erlenda leikmenn sýna til annarra landa í von um að safna nægu fjármagni til að halda félögunum frá gjaldþroti á meðan það geisar stríð í landinu. Met with Shakhtar chief exec Sergei Palkin. Ukrainian football to restart in August and he claims some agents are exploiting war: Agents say, Don t pay Shakhtar, the players will become free, just pay me (the agent) 10m & forget about the club . https://t.co/zLEOwdNTMM— Adam Crafton (@AdamCrafton_) June 23, 2022 Deildarkeppni í Úkraínu var hætt í febrúar vegna innrásar Rússa en nú er talað um að hefja leik að nýju í ágúst. Hvar leikir ættu að fara fram er þó alls óvíst. Reglugerð FIFA gerði það að verkum að erlendir leikmenn og þjálfarar í Úkraínu máttu semja við önnur lið og spila með þeim út síðustu leiktíð. Nú hefur FIFA ákveðið að framlengja það um ár. Undanþága er gefin ef leikmenn og þjálfarar komast að munnlegu samkomulagi við félagið sem þeir eru samningsbundnir fyrir 30. júní næstkomandi. Það gefur liðum á borð við Shakhtar rétt rúmlega viku til að selja sína helstu leikmenn í von um að fá aura í kassann. Lassina Traore og Sergei Palkin.Pavlo_Bagmut/Getty Images Palkin segir að sumir umboðsmenn hafi sagt liðum utan Úkraínu að þau þurfi ekki að borga, frekar eigi þau að bíða og borga hærri þóknun til umboðsmanna. „Sumir umboðsmenn eru að ganga frá okkur. Þeir eru að reyna stela leikmönnum. Þeir spila leiki, hafa sambönd við lið og segja þeim að þau þurfi ekki að borga okkur. Þú getur ekki ímyndað þér hvað er í gangi,“ sagði Palkin í viðtali sínu við The Athletic. „Við höfum alls níu daga til að semja við leikmenn okkar um sölur eða lán til erlendra liða, það er ómögulegt. FIFA hefur ekki hjálpað liðum í Úkraínu með regluverki sínu. Þvert á móti, það hefur veikt samningsstöðu okkar gagnvart leikmönnunum og gert umboðsmenn enn valdameiri og ríkari,“ sagði Palkin að endingu.
Fótbolti Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00 Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34 Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45 Mest lesið Giftu sig á gamlársdag Handbolti Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Enski boltinn Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn Fleiri fréttir Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Farin frá Braga eftir aðeins hálft ár Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik Senegal vann riðilinn en missti Koulibaly í bann Nígeríumenn snöggir að nýta sér liðsmuninn og fengu fullt hús „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Elsti atvinnumaður heims fer í nýtt lið Nýi þjálfarinn fær strax að njóta krafta Orra Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Ekki góð ferð til Rómarborgar í kvöld Sjá meira
Stefna á að koma fótboltanum aftur af stað í ágúst Úkraínska knattspyrnusambandið stefnir að því að koma fótbolta innan landsins af stað á ný í haust. Íþróttastarf hefur víða verið í lamasessi í Úkraínu eftir að Rússar réðust inn í landið í febrúar. 6. júní 2022 07:00
Úkraínsku deildinni í fótbolta aflýst Úkraínska knattspyrnusambandið lýsti því yfir í gær að deildarkeppninni í fótbolta í Úkraínu hefði verið aflýst. 27. apríl 2022 23:34
Shakhtar Donetsk flytur brasilíska leikmenn úr landi Úkraínska knattspyrnufélagið Shakhtar Donetsk hefur flutt alla tólf brasilísku leikmenn liðsins yfir til Rúmeníu eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. 1. mars 2022 17:45