Innlent

Nýr sóttvarnarlæknir vonast eftir meiri ró í embætti

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Guðrún Aspelund er nýr sóttvarnarlæknir.
Guðrún Aspelund er nýr sóttvarnarlæknir. Vísir/Sigurjón Ólason

Guðrún Aspelund, nýr sóttvarnarlæknir mætti í Reykjavík síðdegis í dag. Guðrún er sérhæfð í almennum barnaskurðlækningum og vann á sóttvarnasviði áður en hún sótti um embætti sóttvarnarlæknis. Hún vonast eftir meiri ró í starfi en Þórólfur. 

Guðrún segist ekki hafa ákveðið fyrir fram að vilja taka við embætti sóttvarnarlæknis „það var ekki stefna mín frá byrjun þar að taka við af Þórólfi og ég var ekkert að hugsa um það enda var hann alveg fílefldur og hefur staðið sig auðvitað gríðarlega vel en þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að hætta núna þá hugsaði ég bara málið vel og vandlega og ákvað síðan að slá til.“

Guðrún og Þórólfur bæði með bakgrunn í barnalækningum

Guðrún og Þórólfur eiga það sameiginlegt að stíga úr barnalækningum yfir í störf hjá sóttvarnarlækni. Hún vonast eftir því að það verði aðeins rólegra að gera hjá henni en Þórólfi en segir „maður má alveg búast við einhverjum uppákomum og við verðum að vera tilbúin í það.“

Aðspurð hver helstu verkefni sóttvarnarlæknis séu segir Guðrún sóttvarnarlækni hafa yfirumsjón með sóttvarnasviði. Mest áberandi sé vöktun og skimun fyrir smitsjúkdómum ásamt annarri heilsuvá eins og ógn við heilsu fólks vegna geislavirkni og eiturefna. Embættið sinni áhættumati fyrir ýmsum sjúkdómum og áætlanagerð, hvernig skuli bregðast við ef eitthvað kemur upp á. Einnig segir Guðrún samskipti við alþjóðastofnanir hafa aukist.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Guðrúnu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.