Erlent

Veiddu stærsta fersk­vatns­fisk heims

Bjarki Sigurðsson skrifar
Starfsmenn Wonders of the Mekong ásamt veiðimönnunum sem fundu skötuna og öðrum þorpsbúum.
Starfsmenn Wonders of the Mekong ásamt veiðimönnunum sem fundu skötuna og öðrum þorpsbúum. Chhut Chheana/AP

Þorpsbúar í kambódísku þorpi við Mekong-ána veiddu í síðustu viku það sem talið er vera stærsta ferskvatnsfisk sögunnar. Um er að ræða þrjú hundruð kílóa stingskötu sem hefur verið nefnd „Boramy“, eða „fullt tungl“.

Skötunni var sleppt aftur í ána þegar búið var að mæla hana og merkja svo hægt væri að fylgjast með henni í framtíðinni. Skatan reyndist vera um fjórir metrar á lengd.

Líffræðingurinn Zeb Hogan var einn þeirra sem tók þátt í að merkja fiskinn en hann starfar fyrir samtökin Wonders of Mekong sem eru náttúruverndarsamtök við ána.

Fiskurinn er fjórir metrar á lengd og þrjú hundruð kíló.Chhut Chheana/AP

„Þetta er einnig ansi spennandi þar sem þetta þýðir að þessi hluti Mekong-árinnar er enn í góðu standi. Það er kannski von um að þessir stóru fiskar búi enn hér,“ sagði hann í samtali við CNN.

Fyrir gærdaginn var stærsti ferskvatnsfiskur sögunnar 293 kílóa leirgedda sem veiddist í norðurhluta Tælands árið 2005.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×