Enski boltinn

Styrktaraðilinn sem hætti að styrkja Chelsea heldur áfram að styrkja félagið

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Fjarskiptafyrirtækið Three ætlar að halda styrktarsamningi sínum við Chelsea áfram.
Fjarskiptafyrirtækið Three ætlar að halda styrktarsamningi sínum við Chelsea áfram. Matthew Ashton - AMA/Getty Images

Fjarskiptafyrirtækið Three ætlar sér að halda áfram sem aðalstyrktaraðili enska knattspyrnufélagsins Chelsea. Three hætti stuðningi sín­um tímabundið við fé­lagið eftir að eigur Romans Abramovich, þáverandi eiganda Chelsea, voru frystar.

Fyrirtækið hætti stuðningi sínum við Chelsea í byrjun mars á þessu ári, rúmum tveimur vikum eftir innrás Rússa í Úkraínu. Ákvörðunin var tekin í ljósi þeirra refsiaðgerða sem bresk stjórn­völd gripu til gagn­vart Rom­an Abramovich, þáverandi eig­anda Chel­sea.

Fjarskiptafyrirtækið bað um að merki þess yrði fjarlægt af búningum Chelsea og að það myndi ekki birtast á heimavelli liðsins, Stamford Bridge.

Þrátt fyrir það spilaði Chelsea í búningum merktum fyrirtækinu út tímabilið þar sem íþróttavörumerkið Nike mátti ekki útvega félaginu nýja og ómerkta búninga vegna refsiaðgerðanna. Aðrar lausnir, svo sem að líma eða spreyja yfir merkið, voru ekki leyfðar þar sem þær þóttu ekki virka.

Three hefur verið aðalstyrktaraðili Chelsea síðan 2020 og nú þegar nýir eigendur eru teknir við liðinu hefur fyrirtækið ákveðið að halda styrktarsamningi sínum áfram
Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.