Vilja henda bragðbanni út úr baggfrumvarpi Willums Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. júní 2022 16:17 Í frumvarpi sem Willum lagði fram er ákvæði sem bannar innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum með bragðefnum. Samsett Meirihluti velferðarnefndar Alþingis hefur lagt til að ákvæði í frumvarpi heilbrigðisráðherra um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott. Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni. Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Fyrr á þessu ári lagði Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra fram frumvarp til breytinga á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur. Meðal þess sem finna mátti í frumvarpinu var ákvæði sem bannaði innflutning, framleiðslu og sölu á nikótínvörum, rafrettum og áfyllingum fyrir rafrettur sem innihalda bragðefni „sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð.“ Þá var í ákvæðinu að finna heimild fyrir ráðherra til að setja reglugerð til að útfæra bannið nánar. Í nefndaráliti meirihluta velferðarnefndar kemur fram að nefndin hafi fengið á sinn fund fjölda sérfræðinga við meðferð frumvarpsins. Þá hafi nefndinni borist fjöldi umsagna um málið. Í nokkrum þeirra hafi ákvæðið, sem nefnt er „bragðbann“ í áliti meirihlutans, verið gagnrýnt. Í álitinu er þá tæpt á því að rannsóknir á bragðefnum í nikótínvörum séu af skornum skammti. Í umsögnum og umfjöllun nefndarinnar hafi komið fram skiptar skoðanir um bann við notkun bragðefna í nikótínvörum, en eins séu uppi ólík sjónarmið innan nefndarinnar um bragðbannið. Málið var ekki aðeins gagnrýnt á fundum nefndarinnar, en netverjar brugðust margir ókvæða við fréttunum af fyrirhugðu banni. „Þrátt fyrir að bann við notkun bragðefna kunni að skila árangri til að draga úr neyslu barna og ungmenna á níkótínvörum er það niðurstaða meirihlutans að frekari vinnu þurfi við að greina áhrif slíkra aðgerða og mögulegar leiðir við að framfylgja slíku banni. Að mati meirihlutans er því ljóst að meiri tíma þarf til að útfæra slíkt bann og skjóta undir það traustari stoðum. Bannið sé með öðrum orðum ekki nægilega vel undirbyggt eins og það er sett fram í þessu frumvarpi. Meirihlutinn hvetur til þess að heilbrigðisráðuneytið og eftirlitsaðilar haldi áfram að fylgjast með alþjóðlegum rannsóknum og stefnumótun varðandi áhrif bragðefna á neyslu nikótíns og leiðum til að draga úr því,“ segir í álitinu. Því lagði meirihluti nefndarinnar til að ákvæðið sem kveður á um bann við innflutningi, framleiðslu og sölu á nikótínvörum sem innihalda bragðefni verði fellt á brott úr frumvarpinu. Ákvæði um skóla þurfi að vera skýrara Auk þess að leggja til að bragðbannið yrði tekið út gerði meirihluti nefndarinnar eina aðra breytingatillögu. Sú snýr að orðalagi greinar í frumvarpinu um bann við notkun nikótínvara í „leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í öðrum húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna.“ Taldi nefndin að orðalag greinarinnar kynni að valda misskilningi og túlka mætti bannið þannig að það nái til allra menntastofnana, óháð aldri þeirra sem stunda þar nám, ef miðað væri við orðalagið „öðrum menntastofnunum.“ Taldi meirihlutinn því að betur færi á ef greinin yrði orðuð með þeim hætti að ótvírætt væri að ákvæðið tæki til staða þar sem börn og ungmenni koma saman í dagvistun eða skipulögðu skóla-, íþrótta- og tómstundastarfi, jafnt innan dyra sem utan, en ekki þar sem fullorðið fólk stundar nám. Hér má lesa álit meirihlutans um frumvarpið í heild sinni.
Rafrettur Alþingi Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Tengdar fréttir Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja halda í bagg með ávaxtabragði Þingmenn Sjálfstæðisflokksins voru gagnrýnir á frumvarp Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra um að nikótínvörur með nammi- og ávaxtabragði verði bannaðar þegar frumvarpið var til fyrstu umræðu í þinginu í vikunni. 24. mars 2022 15:37