Segir lýðheilsumál að banna ávaxtabagg en netverjar eru æfir Árni Sæberg skrifar 11. mars 2022 18:18 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði ef Willum Þór fær vilja sínum framgengt. Vísir Heilbrigðisráðherra segir lýðheilsumál að banna nikótínpúða með nammi- og ávaxtabragði. „Við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira
Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Netverjar æfir Tillaga Willums hefur vakið gríðarlega viðbrögð á netinu í dag og tala sumir jafnvel um aðför að ungu fólki. Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata, furðar sig á ríkisstjórninni sem hún segir tala fyrir frelsi en vilja þó auka eftirlitsheimildir og banna ávaxtalyft. Lyft er ein vinsælasta tegund nikótínpúða hér á landi. ég dýrka þessa ríkisstjórn, hún er bara bókstaflega að gera eitthvað - vilja koma lögum um beitingu nauðungar í gegn, auka eftirlitsheimildir lögreglu OG BANNA ÁVAXTALYFT en tala samt líka um frelsi?? bro make up your mind pic.twitter.com/WnSYkVzeG9— Lenya Rún (@Lenyarun) March 10, 2022 Einn netverji hefur biðlað til þingmannsins Gísla Rafns Ólafssonar að koma í veg fyrir að heilbrigðisráðherra taki af honum nikótínvökvar með „monster bragði“. Líkt og frægt er orðið er Gísli Rafn mikill unnandi orkudrykksins Monster. @gislio það er til veip með monster bragði plis dont let them take it from me— Sonja (@tussukusk) March 10, 2022 Þá segir einn tilburði Willums minna á átakið Bagg er bögg sem var á vegum KSÍ en Willum hefur mikil tengsl við knattspyrnuhreyfinguna hér á landi. willum að reyna pulla eitthvað 2010 bagg er bögg dæmi er ekki allt i góðu— Karel Örn Einarsson (@refsari) March 11, 2022 Plötusnúðnum Atla Viðari finnst áhugavert að Willum einbeiti sér að því banna bagg í stað þess að einblína á faraldur kórónuveiru. Ísland: að slá heimsmet í COVID-dauða.Heilbrigðisráðherra: Bönnum bagg.— Atli Viðar (@atli_vidar) March 11, 2022 Svar við kalli eftir skýrum reglum Willum ræddi málið í Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir tillögunni ætlað að setja skýrar reglur um heimildir til sölu og markaðssetningu á nikótínvörum. „Það hefur verið kallað eftir þessu. Bæði af þeim sem eru að nota þessar vörur og ekki síst þeim sem eru að höndla með þær, hér er bara verið að bregðast við því. Þetta er mjög sambærilegt því sem gildir í Noregi og nágrannaþjóðum okkar,“ segir Willum. Hann segir meginefni þeirra laga sem hann leggur til vera að banna sölu níkótínvara með nammi- og ávaxtabragði. „Þetta er lýðheilsumál, við erum að hugsa um börn og unglinga,“ segir hann. Hann telur að miklar umræður verði í þinginu um málið og að því verði velt upp hvort fullorðnu fólki eigi ekki að vera frjálst að neyta nikótíns með hvaða bragði sem það kýs. Hann segir bannið þó nauðsynlegt enda sé nammi- og ávaxtabragð það sem börn sækja helst í. Heyra má viðtal við Willum Þór í Reykjavík síðdegis í spilaranum hér að neðan. Umræða um nikótínvörur hefst að lokinni umræðu um Covid-19.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Áfengi og tóbak Alþingi Börn og uppeldi Rafrettur Nikótínpúðar Mest lesið Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Innlent Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Erlent Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Innlent Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Innlent Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Erlent Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Innlent Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Innlent Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Innlent Fleiri fréttir Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Misskilningur að flugvélin hafi breytt um stefnu vegna veðurs Getur ekki sagt til um hvort hún myndi kvitta undir náðun Kouranis Framtíð PCC á Bakka ekki útséð „Ekki á réttri leið“ samþykki samfélagið fátækt Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Oddný Sv. Björgvinsdóttir er látin Uppsagnir hjá Sýn, staða fjölmiðla og trans dans Miðflokksins Bein útsending: Ætlum við að móta okkar eigin framtíð? Lögreglan fjarlægði „fátæktargildru“ ÖBÍ Yfir þúsund börn bíða eftir því að komast til talmeinafræðings Gagnrýnir ummæli Elds Smára: „Slökkvum eldinn“ Frelsinu fagnað á fjórhjóli sem Sjúkratryggingar greiða ekki niður Áætlanir um málsafgreiðslu ráðuneytis brugðust 26 sinnum Vill breytingar á úreltum reglum, sama í hvora áttina Höggvið á hnút svo börnin í Nuuk fái loks nýja skólann Gagnrýna drög að frumvarpi um brottfararstöð: Ætlað að líkjast fangelsi Sex vilja fyrrum embætti Úlfars Enginn matur í ísskápum dæmi um vanrækslu Skoða hvort þurfi að tilkynna samningana til ESA Sjá meira