Willum vill banna bagg með ávaxtabragði og baggnotkun í menntastofnunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. mars 2022 22:01 Það verður bannað að selja bagg með ávaxta- og nammibragði og bannað að nota það í öllum skólum ef frumvarp Willums nær fram að ganga. Vísir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur lagt til að sömu lög gildi um nikótínvörur, svo sem nikótínpúðar og rafrettur, og gilda um tóbaksvörur. Þá verði sala á nikótínvörum með nammi- og ávaxtabragði bönnuð. Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð. Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Í nýju frumvarpi Willums um breytingu á lögum um rafrettur og áfyllingar fyrir rafrettur er meðal annars lagt til að innflutningur, framleiðsla og sala á nikótínvörum og rafrettum sem innihalda bragðefni sem kunna að höfða til barna, svo sem nammi- og ávaxtabragð, verði bönnuð. Í greinargerð sem fylgir frumvarpinu segir að takmarkanirnar séu lagðar til, til þess að draga úr neyslu barna og ungmenna á nikótínvörum, sem hafi notið mikilla vinsælda hjá hópnum að undanförnu. Þessu til stuðnings bendir Willum á að rannsóknir hafi sýnt að bragðefni, sérstaklega nammi- og ávaxtabragð, spili stóran þátt í því hversu vinsælar rafrettur eru meðal barna og ungmenna og rök falli til þess að telja að hið sama gildi um vinsældir nikótínpúða hjá ungmennum. Nikótínvörur óheimilar í menntastofnunum Þá leggur hann að sama skapi til að notkun nikótínvara verði óheimil í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og öðrum menntastofnunum sem og í húsakynnum sem ætluð eru til dagvistunar og félags-, íþrótta- og tómstundastarfs barna og ungmenna. Sérstök áhersla verður lögð á, samkvæmt frumvarpinu, að fræðslu í grunn- og menntaskólum og skólum sem mennta fólk til starfa að uppeldis-, fræðslu- og heilbrigðismálum. Uppfært 11. mars klukkan 08:45 Í fyrri útgáfu fréttarinnar var ályktað að orðalagið „öðrum menntastofnunum“ ætti við um næsta skólastig, háskólastig. Aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra segir frumvarpið ekki eiga við um háskóla. Fyrirsögn hefur verið breytt og fréttin uppfærð.
Alþingi Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Börn og uppeldi Rafrettur Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Nikótínpúðar Tengdar fréttir Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48 „Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17 Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44 Mest lesið Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Erlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Fleiri fréttir Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Fækka eftirlitsaðilum verulega Baðlón fær ekki að setja upp ljósaskilti við hringveginn Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Bein útsending: Kynna breytingar á eftirliti og mengunarvörnum „Ég er með meiri athygli í tímum og maður lærir miklu betur“ Ekki hægt að byggja endurbætur í Mjóddinni á frasapólitík Vilja samræmd próf og móttökudeildir fyrir innflytjendur Haustið komið og auknar líkur á grjóthruni, aurskriðum og aurflóðum „Þeir sem eru haldnir fordómum eiga ekki að koma nálægt opinberri stefnumótun“ „Ég treysti því að stjórnvöld vakni og hjálpi okkur“ Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Enn fleiri uppsagnir á Bakka og Dóra Björt segir Mjóddina rækilega á dagskrá Nýr matsferill „stórkostlegar fréttir“ að mati formanns Sjá meira
Dr. Football sektaður um hálfa milljón Fjölmiðlanefnd sendi stefnuvott að heimili Hjörvars Hafliðasonar, eiganda hlaðvarpsins Dr. Football, því hann svaraði ekki ítrekuðum erindum nefndarinnar. 22. október 2021 16:48
„Sérstaklega hættulegar“ rafrettuáfyllingar enn til sölu Enn er verið að selja sérstaklega hættulegar rafrettuáfyllingar með allt of miklu magni nikótíns í sérverslunum með rafrettur á landinu. 29. september 2021 11:17
Herra Hnetusmjör kominn í nikotínpúðabransann Rapparinn Herra Hnetusmjör, Árni Páll Árnason, hefur komið á laggirnar eigin nikótínpúðabúð á Dalvegi í Kópavogi, sem opnar kl. 14 í dag. 7. júlí 2021 10:44