Þessi 25 ára miðjumaður verpur því þriðji leikmaðurinn sem Antonio Conte kaupir til félagsins í þessum félagsskiptaglugga. Áður hafði liðið fengið enska markvörðinn Fraser Forster og króatíska vængmanninn Ivan Perisic.
Bissouma á enn eitt ár eftir af samningi sínum við Brighton. Hann hefur leikið 112 deildarleiki fyrir félagið síðan hann var keyptur frá Lille árið 2018, en Lundúnaliðið hafði einnig áhuga á að fá leikmanninn í janúarglugganum.
Búist er við því að Bissouma gangist undir læknisskoðun hjá Tottenham síðar í vikunni. Enn á þó eftir að ganga frá lausum endum í samningum milli Tottenham og leikmannsins.
Tottenham er ekki eina liðið sem hefur fylgst með Bissouma undanfarna mánuði, en ef marka má hinar ýmsu sögusagnir höfðu erkifjendur þeirra í Arsenal einnig áhuga á leikmanninum.
Í september á síðasta ári sagði Bissouma hans tími hjá Brighton væri ekki liðinn, en að hann vildi spila í Meistaradeild Evrópu. Tottenham tryggði sér einmitt sæti í Meistaradeildinni í lokaumferð seinasta tímabils á kostnað Arsenal.
Tottenham are set to complete their third signing: agreement in place for Yves Bissouma joining from Brighton, as first reported by @garyjacob. Final details on the add-ons, €26m fee. ⚪️ #THFC
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 14, 2022
Spurs are offering Bissouma a five year deal - new midfielder is coming for Conte. pic.twitter.com/0PWUzYNB1J