Erlent

Óttast um ferða­menn eftir kraft­mikla aurskriðu úr mikilli hæð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Snjóflóðið, sem virðist hafa verið töluvert jarðvegsblandað, féll úr mikill hæð.
Snjóflóðið, sem virðist hafa verið töluvert jarðvegsblandað, féll úr mikill hæð. Skjáskot

Lögreglan í Loen í Noregi reynir nú að komast að því hvort að ferðamenn hafi lent í mikilli aurskirði sem féll úr töluverði hæð í Kjenndalen í gær og tók með sér þónokkurn jarðveg.

Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi var aurskriðan umfangsmikil, auk þess sem að hún féll úr töluverðri hæð, um 1.800 metrum yfir sjávarmáli, úr snarbrattri hlíð. Svo virðist sem að töluverður snjór hafi einnig fallið í skriðunni en norskir miðlar tala ýmist um snjóflóð eða skriðu í fréttum af málinu.

Svæðið þar sem flóðið féll er vinsæll ferðamannastaður. Einn fullorðinn og eitt barn slösuðist minniháttar þegar skriðan féll. Féll það meðal annars á veg og urðu nokkrir bílar fyrir henni. Eins og sjá má á myndbandi hér fyrir neðan virðist skriðan hafa hrifið töluverðan snjó, kletta og jarðveg með sér.

Á vef NRK má meðal annars sjá myndband sem tekið var þegar skriðan féll.

Umfangsmikil leitaðgerð var sett af stað en lögregla vill ganga úr skugga um að enginn hafi lent í skriðunni. Enginn hefur verið tilkynntur týndur á svæðinu en lögregla telur mögulegt að erlendir ferðamenn hafi lent í skriðunni

Unnið er að því að staðsetja þá erlendu ferðamenn sem voru á svæðinu þegar skriðan féll. Búið er að staðsetja allmarga en ekki er búið að ná tali af öllum þeim sem voru mögulega á svæðinu í gær þegar skriðan féll.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×