Dæmdur í tveggja leikja bann eftir að stuðst var við myndbandsupptöku Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. júní 2022 12:02 Omar Sowe í leik með Blikum gegn Víking fyrr á leiktíðinni. Vísir/Hulda Margrét Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands hefur dæmt Omar Sowe, framherja Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta, í tveggja leikja bann. Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Omar Sowe var í byrjunarliði Breiðabliks er liðið sótti Leikni Reykjavík í Breiðholt þann 29. maí síðastliðinn. Breiðablik vann leikinn 2-1 þökk sé tveimur mörkum Ísaks Snæs Þorvaldssonar. Sowe var tekinn af velli á 62. mínútu en hann var heppinn að fá ekki rautt spjald vegna atviks sem átti sér stað í leiknum. Á myndbandsupptöku af leiknum má sjá Sowe bersýnilega gefa Brynjari Hlöðverssyni olnbogaskot. „Hann var svolítið blóðheitur. Hann gaf mér olnbogaskot tvisvar. Það var sérstaklega vont í seinna skiptið. Auðvitað er ég að djöflast í mönnum og reyna að fá þá til að missa hausinn, sem hann gerði. Þá verður maður líka að treysta á dómarar sjái þetta. Maðurinn átti að fara út af,“ sagði Brynjar í viðtali við Fótbolti.net að leik loknum. Einar Ingi Jóhannsson, dómari, sá atvikið greinilega ekki og því hélt leikurinn áfram eins og ekkert hefði í skorist. Nú hefur Sowe hins vegar verið dæmdur í tveggja leikja bann. Mun hann missa ef leikjum Breiðabliks við Val þann 16. júní og KA fjórum dögum síðar. „Er það mat nefndarinnar að atvik það sem vitnað er til í greinargerð framkvæmdastjóra frá 31. maí sl. og jafnframt birtist á myndskeiði sem fylgir með greinargerð framkvæmdastjóra, sé alvarlegt agabrot. Atvik hafi hvorki dómari né aðstoðarmenn hans séð,“ segir í úrskurði aganefndar KSÍ. Sowe hefur skorað tvö mörk í átta leikjum Breiðabliks á leiktíðinni en liðið er með fullt hús stiga að loknum átta umferðum í Bestu deildinni og þá vann liðið öruggan sigur á Val í Mjólkurbikarnum.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Mest lesið HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira