Forseti Bayern segir Lewandowski samningsbundinn og muni spila áfram með félaginu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. júní 2022 12:01 Robert Lewandowski (til hægri) ásamt Herbert Hainer (fyrir miðju) og Carlo Wild. Stefan Matzke/Getty Images Forseti Þýskalandsmeistara Bayern München, segir að Robert Lewandowski eigi ekki að vera tjá sig um framtíð sína þar sem hann er samningsbundinn félaginu. Lewandowski hefur ekki farið leynt með að hann vilji yfirgefa Bayern í sumar þó hann eigi enn eitt ár eftir af samning. Hann hefur meðal annars sagst hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og sögu hans og Bayern sé lokið. Það virðist sem forráðamenn félagsins séu ekki alveg á sömu blaðsíðu og framherjinn. Herbert Hainer, forseti þýska liðsins, ræddi við þýska blaðið Bild um málið. „Við höfum alltaf sagt að Robert Lewandowski sé samningsbundinn Bayern til 30. júní 2023. Og samningur er samningur.“ Hainer benti í kjölfarið á að það væri ekki eðlileg þróun ef leikmaður gæti rift samning en samt fengið borgað frá félaginu til loka upprunalega samningsins. „Það kemur mér á óvart að Robert hafi ákveðið að fara með þetta í fjölmiðla. Ég hefði ekki gert það ef ég væri hann. Hann hefur verið hjá Bayern lengi og unnið fjölda titla hjá okkur.“ „Ég held að hann viti vel að Bayern er félag sem hugsar mjög vel um leikmennina sína, félag sem gerir allt til að hjálpa leikmönnum að vera upp á sitt besta.“ „Við erum í þeirri forréttindastöðu að vera ekki með nein fjárhagsleg vandamál á okkar borði og viljum eðlilega hafa bestu leikmenn heims í okkar liði. Robert er einn af þeim bestu og það er ástæðan fyrir því að ég tel að hann muni áfram spila með okkur á næstu leiktíð,“ sagði Hainer að lokum. Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira
Lewandowski hefur ekki farið leynt með að hann vilji yfirgefa Bayern í sumar þó hann eigi enn eitt ár eftir af samning. Hann hefur meðal annars sagst hafa spilað sinn síðasta leik fyrir félagið og sögu hans og Bayern sé lokið. Það virðist sem forráðamenn félagsins séu ekki alveg á sömu blaðsíðu og framherjinn. Herbert Hainer, forseti þýska liðsins, ræddi við þýska blaðið Bild um málið. „Við höfum alltaf sagt að Robert Lewandowski sé samningsbundinn Bayern til 30. júní 2023. Og samningur er samningur.“ Hainer benti í kjölfarið á að það væri ekki eðlileg þróun ef leikmaður gæti rift samning en samt fengið borgað frá félaginu til loka upprunalega samningsins. „Það kemur mér á óvart að Robert hafi ákveðið að fara með þetta í fjölmiðla. Ég hefði ekki gert það ef ég væri hann. Hann hefur verið hjá Bayern lengi og unnið fjölda titla hjá okkur.“ „Ég held að hann viti vel að Bayern er félag sem hugsar mjög vel um leikmennina sína, félag sem gerir allt til að hjálpa leikmönnum að vera upp á sitt besta.“ „Við erum í þeirri forréttindastöðu að vera ekki með nein fjárhagsleg vandamál á okkar borði og viljum eðlilega hafa bestu leikmenn heims í okkar liði. Robert er einn af þeim bestu og það er ástæðan fyrir því að ég tel að hann muni áfram spila með okkur á næstu leiktíð,“ sagði Hainer að lokum.
Fótbolti Þýski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Formúla 1 Fleiri fréttir „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Sjá meira