Fótbolti

Barcelona hefur ekki efni á Lewandowski

Atli Arason skrifar
Robert Lewandowski fer ekki til Barcelona ef marka má orð forseta LaLiga.
Robert Lewandowski fer ekki til Barcelona ef marka má orð forseta LaLiga. Getty Images

Foresti LaLiga, Javier Tebas, gaf út óvenjulega yfirlýsingu í vikunni þar sem hann fullyrti að Barcelona ætti ekki efni á Robert Lewandowski, framherja Bayern München.

Lewandowski hefur verið sterklega orðaður við Barcelona að undanförnu en pólski markahrókurinn rennur út af samningi eftir næsta tímabil og hefur hann nú þegar gefið út að hann muni ekki framlengja samning sinn við þýska liðið. Hann hefur þar með hótað liðinu að selja hann í sumar ef Bayern á ekki að missa hann frá sér frítt sumarið 2022.

„Miðað við það sem Lewandowski vill þéna og það sem Bayern vill fá, þá fæ ég það á tilfinninguna að hann geti ekki orðið leikmaður Bacelona í sumar,“ sagði Tebas við spænska fjölmiðilinn Marca.

„Barcelona verður að selja einhverja leikmenn og þéna meira svo þeir hafi efni á félagaskiptum,“ bætti forseti LaLiga við.

Joan Laporta, forseti Barcelona, var alls ekki ánægður með ummæli Tebas og brást illa við.

„Ég vil minna Tebas á að það er hans skylda að hugsa um hagsmuni allra liða í deildinni. Ég bið hann um að vera ekki að gefa fjölmiðlum ummæli á hugsanleg félagaskipti hjá Barcelona. Miðað við yfirlýsingar Tebas þá er hann að skaða hagsmuni Barca,“ sagði Laporta þegar leitast var eftir viðbrögðum hans við ummælum Javier Tebas.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.