Vaktin: Stríðið kosti Rússa 300 hermenn á dag Hólmfríður Gísladóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 8. júní 2022 07:07 Zelenzkiy á fundi ráðamanna Tékklands, Póllands og Slóveníu. Getty Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti segir í viðtali við Financial Times að pattstaða í stríðinu við Rússa sé ekki valkostur og að Úkraína verði að hafa sigur á vígvellinum. Hann segir skort á vopnum hamla gagnsókn Úkraínuhers. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. Helstu vendingar: Í viðtalinu við Financial Times var Selenskí spurður að því hvað „sigur“ þýddi í hugum Úkraínumanna. Forsetinn sagði það myndu vera „góðan tímabundinn sigur“ að endurheimta það svæði sem Rússar hefðu náð á sitt vald frá því að innrásin hófst. Fullnaðarsigur væri hins vegar að endurheimta einnig Krímskaga, sem Rússar innlimuðu árið 2014. Selenskí ítrekaði að hann væri reiðubúinn til að ræða við Vladimir Pútín Rússlandsforseta og sagði engan annan að ræða við. Breska varnarmálaráðuneytið segir Úkraínumenn enn veita mótspyrnu í borginni Severodonetsk en harðar árásir Rússa halda áfram. Ríkisstjóri Luhansk segir hermenn Úkraínu ekki munu láta borgina falla á meðan þeir geta enn barist. Alþjóðakjarnorkumálastofnuninni eru aftur farnar að berast sjálfvirkar mælingar frá geislamælum umhverfis Tjernobyl-kjarnorkuverið. Sendingarnar hættu þegar Rússar náðu verinu á sitt vald skömmu eftir að innrásin hófst. Rússneska fréttastofan TASS segir um þúsund úkraínska hermenn sem gáfu sig fram við Rússa í Azovstal-verksmiðjunni í Maríupól hafa verið flutta til Rússlands vegna rannsóknar. Fleiri verði fluttir þangað „seinna“. Angela Merkel, fyrrverandi kanslari Þýskalands, sagði í viðtali í gær að hún hefði freistað þess að koma í veg fyrir atburð á borð við innrás Rússa í Úkraínu og að hún sæi ekki eftir samskiptum sínum við Vladimir Pútín Rússlandsforseta.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Innlent Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Innlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Fleiri fréttir Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna