Íslenski boltinn

Dagskráin í dag: Hörkuleikur í Garðabæ

Valur Páll Eiríksson skrifar
Stjörnukonur hafa verið á mikilli siglingu.
Stjörnukonur hafa verið á mikilli siglingu. Vísir/Hulda Margrét

Ein bein útsending er á dagskrá á rásum Stöðvar 2 Sport í dag. Stjarnan mætir Þór/KA í Bestu deild kvenna klukkan 14:00.

Stjarnan hefur verið á góðri siglingu undanfarið og unnið þrjá leiki í röð. Liðið er með 13 stig í 3. sæti deildarinnar, stigi á eftir Selfossi fyrir ofan, og þremur stigum frá toppliði Vals.

Þór/KA vann Keflavík í síðasta leik og batt þannig enda á þriggja leikja taphrinu. Norðankonur eru með níu stig í 7. sæti.

Bein útsending frá leik liðanna hefst klukkan 13:50 á Stöð 2 Sport.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.