Hryðjuverkamaðurinn í Buffalo lýsir yfir sakleysi Kjartan Kjartansson skrifar 3. júní 2022 08:41 Fólk biður fyrir utan Tops-stórverslunina í Buffalo þar sem ungi maðurinn myrti tíu manns. AP/Matt Rourke Átján ára karlmaður sem skaut tíu blökkumenn til bana í stórmarkaði í Buffalo í síðasta mánuði lýsti yfir sakleysi sínu þegar ákæra á hendur honum fyrir haturshryðjuverk var tekin fyrir. Saksóknarinn lýsir sönnunargögnunum gegn honum sem yfirgnæfandi. Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er á grundvelli laga gegn innlendri hryðjuverkastarfsemi og hatursglæpum í New York. Sakborningurinn tjáði sig ekki og mikil öryggisgæsla var í réttarsalnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Enginn vafi leikur á sekt byssumannsins. Sjónarvottar og lögreglumenn sáu hann en auk þess skrifaði hann sjálfur um hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynstofnsins og að hann hygðist fremja morðin og streymdi jafnframt myndbandi af drápunum á netinu. Maðurinn notaði hálfsjálfvirkan árásarriffil til að fremja morðin og segir lögregla að hann hafi varið verslunina vegna þess að hún er staðsett í hverfi þar sem langflestir íbúar eru svartir. Hann ók um þriggja klukkustunda leið frá heimili sínu í Cinklin í New York til Buffalo. „Það eru yfirgnæfandi sannanir fyrir sekt sakborningsins. Sakborningurinn var tekinn höndum á vettvangi með vopn í höndunum,“ sagði John Fereleto, aðstoðarumdæmissaksóknari. Strax eftir árásina var maðurinn ákærður fyrir morð. Á miðvikudag lögðu saksóknarar fram nýja ákæru vega innlendra hryðjuverka og hatursglæps. Hann er sakaður um að hafa myrt að minnsta kosti fimm fórnarlamba sinna vegna kynþáttar eða litarháttar þeirra. Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Þetta er í fyrsta skipti sem ákært er á grundvelli laga gegn innlendri hryðjuverkastarfsemi og hatursglæpum í New York. Sakborningurinn tjáði sig ekki og mikil öryggisgæsla var í réttarsalnum, að sögn AP-fréttastofunnar. Enginn vafi leikur á sekt byssumannsins. Sjónarvottar og lögreglumenn sáu hann en auk þess skrifaði hann sjálfur um hugmyndir sínar um yfirburði hvíta kynstofnsins og að hann hygðist fremja morðin og streymdi jafnframt myndbandi af drápunum á netinu. Maðurinn notaði hálfsjálfvirkan árásarriffil til að fremja morðin og segir lögregla að hann hafi varið verslunina vegna þess að hún er staðsett í hverfi þar sem langflestir íbúar eru svartir. Hann ók um þriggja klukkustunda leið frá heimili sínu í Cinklin í New York til Buffalo. „Það eru yfirgnæfandi sannanir fyrir sekt sakborningsins. Sakborningurinn var tekinn höndum á vettvangi með vopn í höndunum,“ sagði John Fereleto, aðstoðarumdæmissaksóknari. Strax eftir árásina var maðurinn ákærður fyrir morð. Á miðvikudag lögðu saksóknarar fram nýja ákæru vega innlendra hryðjuverka og hatursglæps. Hann er sakaður um að hafa myrt að minnsta kosti fimm fórnarlamba sinna vegna kynþáttar eða litarháttar þeirra.
Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30 Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Buffalo-morðinginn ákærður fyrir hryðjuverk Maðurinn sem skaut tíu til bana í Buffalo í New York í síðasta mánuði hefur verið ákærður fyrir hryðjuverk. Payton Gendron er átján ára gamall og ætlaði sér sérstaklega að myrða þeldökkt fólk. 1. júní 2022 22:30
Biden lýsir hvítri þjóðernishyggju sem eitri Hvít þjóðernishyggja er eitur í bandarískum stjórnmálum. Þetta sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti þegar hann heimsótti borgina Buffalo þar sem ungur hvítur maður skaut tíu blökkumenn til bana um helgina. 17. maí 2022 22:09