Vaktin: „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur,“ segir Selenskí á 100. degi stríðsins Hólmfríður Gísladóttir, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Magnús Jochum Pálsson skrifa 3. júní 2022 07:37 Úkraínski herinn er sagður vera að ná yfirhöndinni í baráttunni um Severodonetsk. Getty/Rick Mave Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti birti í morgun myndskeið sem er tekið á nákvæmlega sama stað og annað myndskeið var tekið fyrir 99 dögum, degi eftir að innrás Rússa hófst. Þá lét forsetinn þau fleygu orð falla að hann þyrfti ekki brottflutning frá Kænugarði, heldur vopn. Í myndskeiðinu frá því í dag sagði forsetinn „Við höfum varið Úkraínu í 100 daga. Við munum vinna sigur. Dýrð sé Úkraínu!“. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Rússar væru búnir að sösla undir sig um fimmtung Úkraínu. Þá segir breska varnarmálaráðuneytið að þeir hafi náð yfirráðum yfir 90 prósentum af austurhéraðinu Luhansk. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Borin hafa verið kennsl á tíu rússneska hermenn sem eru sakaðir um að hafa farið ránshendi um heimili í Bucha. Unnið er að rannsókn málsins. Hér má finna vakt gærdagsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í gær að Rússar væru búnir að sösla undir sig um fimmtung Úkraínu. Þá segir breska varnarmálaráðuneytið að þeir hafi náð yfirráðum yfir 90 prósentum af austurhéraðinu Luhansk. Enn er barist í borginni Severodonetsk, höfuðborg Luhansk, en þar eru 800 manns sagðir í felum undir Azot-efnaverksmiðjunni. Þeirra á meðal eru börn. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir bandalagið í viðræðum við Tyrki um leiðir til að mæta áhyggjum þeirra af mögulegri aðild Svía og Finna. Stoltenberg mun funda með fulltrúum ríkjanna þriggja í Brussel á næstu dögum. Martin Griffiths, yfirmaður neyðaraðstoðar hjá Sameinuðu þjóðunum, er staddur í Moskvu til að ræða leiðir til að greiða fyrir útflutningi kornvöru og annarra matvæla frá Úkraínu. Borin hafa verið kennsl á tíu rússneska hermenn sem eru sakaðir um að hafa farið ránshendi um heimili í Bucha. Unnið er að rannsókn málsins. Hér má finna vakt gærdagsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Fleiri fréttir Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Sjá meira