Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 08:00 Tölvuteiknuð mynd af geimfara halda á tunglgrjóti og öðrum taka mynd. Ekki fylgir myndinni hverjum fremri geimfarinn á að vera að sýna tunglgrjótið. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Til stendur að prófa búninga í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Þá eiga geimfarar að nota þá við Artemis 3 geimskotið, sem verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Stefnt er á að Artemis 3 fari fram 2025 eða 2026 en vonir eru bundnar við að hægt verði að skjóta Artemis 1 á loft geti farið fram á næstu mánuðum. Það felst í því að senda ómannað geimfar á braut um tunglið og til baka. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Fyrirtækin tvö eiga að framleiða búninga eftir ákveðnum skilmálum NASA varðandi hvað geimfarar eiga að geta gert í þeim og hvaða aðstæður þeir eiga að þola. Samningarnir eru metnir á 3,5 milljarða dala og gilda til loka ársins 2034. Samkvæmt tilkynningu frá NASA mun stofnunin þó geta notað þá tækni sem verður til við þróun geimbúninganna í framtíðinni. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem fór fram í gærkvöldi hér að neðan. Collins Aerospace hefur lengi framleitt geimbúninga fyrir NASA og hannað fyrirtækið meðal annars geimbúningana sem notaðir voru á tunglinu á árum áður. Í frétt Space.com segir þó að Axiom Space séu nýgræðingar á þessu sviði. Umsvif Axiom hafa aukist verulega á undanförnum árum og skaut fyrirtækið til dæmis ferðamönnum til geimstöðvarinnar í apríl. Þar að auki vilja forsvarsmenn Axiom koma kvikmyndaveri fyrir á braut um jörðu á næstu árum. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og til stóð og var það vegna geimbúninganna. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Þróun nýju geimbúninganna er ekki langt á veg komin en í yfirlýsingu frá Collins Aerospace segir að þeir eigi að vera léttari en eldri búningar og bjóða upp á mun meiri hreyfigetu og lengri geimgöngur. Hönnun fyrirtækisins er sögð gera geimförum af öllum líkamsgerðum kleift að fara í geimgöngur og á að vera auðvelt að betrumbæta búninganna í gegnum árin. „Geimfarar sem eru að fara aftur til tunglsins og lengra þurfa geimbúninga sem eru eins nútímalegir og verkefni geimfaranna,“ er haft eftir Dan Burbank, einum af yfirmönnum Collins og fyrrverandi geimfara hjá NASA. Geimurinn Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Til stendur að prófa búninga í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Þá eiga geimfarar að nota þá við Artemis 3 geimskotið, sem verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Stefnt er á að Artemis 3 fari fram 2025 eða 2026 en vonir eru bundnar við að hægt verði að skjóta Artemis 1 á loft geti farið fram á næstu mánuðum. Það felst í því að senda ómannað geimfar á braut um tunglið og til baka. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Fyrirtækin tvö eiga að framleiða búninga eftir ákveðnum skilmálum NASA varðandi hvað geimfarar eiga að geta gert í þeim og hvaða aðstæður þeir eiga að þola. Samningarnir eru metnir á 3,5 milljarða dala og gilda til loka ársins 2034. Samkvæmt tilkynningu frá NASA mun stofnunin þó geta notað þá tækni sem verður til við þróun geimbúninganna í framtíðinni. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem fór fram í gærkvöldi hér að neðan. Collins Aerospace hefur lengi framleitt geimbúninga fyrir NASA og hannað fyrirtækið meðal annars geimbúningana sem notaðir voru á tunglinu á árum áður. Í frétt Space.com segir þó að Axiom Space séu nýgræðingar á þessu sviði. Umsvif Axiom hafa aukist verulega á undanförnum árum og skaut fyrirtækið til dæmis ferðamönnum til geimstöðvarinnar í apríl. Þar að auki vilja forsvarsmenn Axiom koma kvikmyndaveri fyrir á braut um jörðu á næstu árum. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og til stóð og var það vegna geimbúninganna. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Þróun nýju geimbúninganna er ekki langt á veg komin en í yfirlýsingu frá Collins Aerospace segir að þeir eigi að vera léttari en eldri búningar og bjóða upp á mun meiri hreyfigetu og lengri geimgöngur. Hönnun fyrirtækisins er sögð gera geimförum af öllum líkamsgerðum kleift að fara í geimgöngur og á að vera auðvelt að betrumbæta búninganna í gegnum árin. „Geimfarar sem eru að fara aftur til tunglsins og lengra þurfa geimbúninga sem eru eins nútímalegir og verkefni geimfaranna,“ er haft eftir Dan Burbank, einum af yfirmönnum Collins og fyrrverandi geimfara hjá NASA.
Geimurinn Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Sjá meira
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01