Opinberuðu hverjir þróa geimbúninga framtíðarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 2. júní 2022 08:00 Tölvuteiknuð mynd af geimfara halda á tunglgrjóti og öðrum taka mynd. Ekki fylgir myndinni hverjum fremri geimfarinn á að vera að sýna tunglgrjótið. NASA Geimvísindastofnun Bandaríkjanna (NASA) hefur gert samninga við Axiom Space og Collins Aerospace um þróun og framleiðslu geimbúninga og búnaðar til geimgangna. Þennan búnað eiga meðal annars geimfarar Artemis-áætlunarinnar að nota á braut um jörðu og á yfirborði tunglsins. Til stendur að prófa búninga í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Þá eiga geimfarar að nota þá við Artemis 3 geimskotið, sem verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Stefnt er á að Artemis 3 fari fram 2025 eða 2026 en vonir eru bundnar við að hægt verði að skjóta Artemis 1 á loft geti farið fram á næstu mánuðum. Það felst í því að senda ómannað geimfar á braut um tunglið og til baka. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Fyrirtækin tvö eiga að framleiða búninga eftir ákveðnum skilmálum NASA varðandi hvað geimfarar eiga að geta gert í þeim og hvaða aðstæður þeir eiga að þola. Samningarnir eru metnir á 3,5 milljarða dala og gilda til loka ársins 2034. Samkvæmt tilkynningu frá NASA mun stofnunin þó geta notað þá tækni sem verður til við þróun geimbúninganna í framtíðinni. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem fór fram í gærkvöldi hér að neðan. Collins Aerospace hefur lengi framleitt geimbúninga fyrir NASA og hannað fyrirtækið meðal annars geimbúningana sem notaðir voru á tunglinu á árum áður. Í frétt Space.com segir þó að Axiom Space séu nýgræðingar á þessu sviði. Umsvif Axiom hafa aukist verulega á undanförnum árum og skaut fyrirtækið til dæmis ferðamönnum til geimstöðvarinnar í apríl. Þar að auki vilja forsvarsmenn Axiom koma kvikmyndaveri fyrir á braut um jörðu á næstu árum. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og til stóð og var það vegna geimbúninganna. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Þróun nýju geimbúninganna er ekki langt á veg komin en í yfirlýsingu frá Collins Aerospace segir að þeir eigi að vera léttari en eldri búningar og bjóða upp á mun meiri hreyfigetu og lengri geimgöngur. Hönnun fyrirtækisins er sögð gera geimförum af öllum líkamsgerðum kleift að fara í geimgöngur og á að vera auðvelt að betrumbæta búninganna í gegnum árin. „Geimfarar sem eru að fara aftur til tunglsins og lengra þurfa geimbúninga sem eru eins nútímalegir og verkefni geimfaranna,“ er haft eftir Dan Burbank, einum af yfirmönnum Collins og fyrrverandi geimfara hjá NASA. Geimurinn Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Til stendur að prófa búninga í tilraunageimgöngu frá Alþjóðlegu geimstöðinni árið 2025. Þá eiga geimfarar að nota þá við Artemis 3 geimskotið, sem verður fyrsta mannaða geimskotið til tunglsins frá Appollo 17 árið 1972. Stefnt er á að Artemis 3 fari fram 2025 eða 2026 en vonir eru bundnar við að hægt verði að skjóta Artemis 1 á loft geti farið fram á næstu mánuðum. Það felst í því að senda ómannað geimfar á braut um tunglið og til baka. Þegar kemur að geimskotum eru allar áætlanir og dagsetningar háðar miklum breytingum. Sjá einnig: Öflugasta eldflaugin aftur á skotpall fyrir tunglskot Fyrirtækin tvö eiga að framleiða búninga eftir ákveðnum skilmálum NASA varðandi hvað geimfarar eiga að geta gert í þeim og hvaða aðstæður þeir eiga að þola. Samningarnir eru metnir á 3,5 milljarða dala og gilda til loka ársins 2034. Samkvæmt tilkynningu frá NASA mun stofnunin þó geta notað þá tækni sem verður til við þróun geimbúninganna í framtíðinni. Áhugasamir geta horft á blaðamannafund sem fór fram í gærkvöldi hér að neðan. Collins Aerospace hefur lengi framleitt geimbúninga fyrir NASA og hannað fyrirtækið meðal annars geimbúningana sem notaðir voru á tunglinu á árum áður. Í frétt Space.com segir þó að Axiom Space séu nýgræðingar á þessu sviði. Umsvif Axiom hafa aukist verulega á undanförnum árum og skaut fyrirtækið til dæmis ferðamönnum til geimstöðvarinnar í apríl. Þar að auki vilja forsvarsmenn Axiom koma kvikmyndaveri fyrir á braut um jörðu á næstu árum. Sjá einnig: Vilja koma kvikmyndaveri út í geim á næstu árum Þróun geimbúninga fyrir Artemis-áætlunina hefur tafist verulega, eins og annað sem tengist áætluninni, en innri endurskoðandi NASA birti í fyrra skýrslu þar sem fram kom að ómögulegt yrði að lenda aftur á tunglinu árið 2024 eins og til stóð og var það vegna geimbúninganna. Þeir búningar sem eru nú notaðir við geimgöngur í geimstöðinni voru hannaðir fyrir 45 árum síðan. Árið 2019 kynnti NASA svo nýjustu búningana sem nota á til ferða til tunglsins og lengra út í sólkerfið. Sjá einnig: NASA sýndi nýja kynslóð geimbúninga Þróun nýju geimbúninganna er ekki langt á veg komin en í yfirlýsingu frá Collins Aerospace segir að þeir eigi að vera léttari en eldri búningar og bjóða upp á mun meiri hreyfigetu og lengri geimgöngur. Hönnun fyrirtækisins er sögð gera geimförum af öllum líkamsgerðum kleift að fara í geimgöngur og á að vera auðvelt að betrumbæta búninganna í gegnum árin. „Geimfarar sem eru að fara aftur til tunglsins og lengra þurfa geimbúninga sem eru eins nútímalegir og verkefni geimfaranna,“ er haft eftir Dan Burbank, einum af yfirmönnum Collins og fyrrverandi geimfara hjá NASA.
Geimurinn Bandaríkin Artemis-áætlunin Tunglið Alþjóðlega geimstöðin Tengdar fréttir Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43 Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40 Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01 Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45 „Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Sjá meira
Tveimur árum eftir að geimskotið misheppnaðist á að reyna aftur Geimvísindamenn NASA og Boeing stefna á að skjóta Starliner-geimfari til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar á fimmtudaginn. Þróun geimfarsins hefur tafist nokkuð en síðasta geimskot Starliner, árið 2019, misheppnaðist. 17. maí 2022 10:43
Hættu æfingu fyrir tunglferð vegna bilunar Vísindamenn og verkfræðingar Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna lýstu því yfir í kvöld að búið væri að hætta við æfingu fyrir fyrstu tunglferð Artemis-áætlunarinnar. Það var gert eftir að tvær bilanir komu upp þegar verið var að dæla eldsneyti á Space Launch System-eldflaugina (SLS). 5. apríl 2022 21:40
Vilja herma eftir björnum og leggja geimfara í dvala Vísindamenn Geimvísindastofnunar Evrópu (ESA) leita nú leiða til að setja geimfara framtíðarinnar í dvala, ekki ósvipað því sem bjarndýr gera á veturna. Þannig væri hægt að spara gífurlega mikið magn matar, vatns og annarra birgða sem eru mönnum nauðsynlegar. 1. febrúar 2022 14:01
Kínverjar spýta í lófana í geimnum „Að kanna alheiminn, þróa geimiðnaðinn og gera Kína að geimveldi er eilífur draumur okkar.“ Á þessari tilvitnun í Xi Jinping, forseta Kína, ný hvítbók Geimvísindastofnunar Kína um helstu áætlanir hennar á næstu árum. 31. janúar 2022 13:45
„Áhugaverður“ fundur kolefnis á Mars mögulega til marks um lífrænt ferli Við greiningu sýna af yfirborði Mars fann könnunarfarið Curiosity tegund kolefnis sem gjarnan er tengt við lífræn ferli. Það á í það minnsta við hér á jörðinni en þessi tegund kolefnis getur einnig myndast við ákveðin jarðfræðileg ferli. 19. janúar 2022 14:01
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01