Telur að Heimir verði rekinn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. maí 2022 10:00 Valsmennirnir hans Heimis Guðjónssonar hafa tapað fjórum leikjum í röð. vísir/Hulda Margrét Albert Brynjar Ingason, sérfræðingur Stúkunnar, telur að Heimir Guðjónsson verði látinn taka pokann sinn sem þjálfari Vals. Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Í gær tapaði Valur 3-2 fyrir Fram í Safamýrinni. Þetta var fjórða tap Valsmanna í deild og bikar í röð. Þeir eru í 6. sæti Bestu deildarinnar með þrettán stig, ellefu stigum á eftir toppliði Blika, dottnir út úr Mjólkurbikarnum og ekki með í Evrópukeppni. „Eins og ég er mikill talsmaður Heimis held ég að hann verði ekki þarna í næsta leik,“ sagði Albert í Stúkunni í gær. Núna tekur við landsleikjahlé og ekki verður leikið aftur í Bestu deildinni fyrr en um miðjan júní. Tíminn til að skipta um þjálfara er því nokkuð hentugur. „Upp á það að gera þessa breytingu. Nú er ég ekki bara að horfa á þessa þrjá leiki í deildinni sem hafa tapast, bikarinn og allt það heldur hvernig þeir enduðu síðasta tímabil, allur veturinn slakur og mér fannst meira að segja leikirnir sem unnust í sumar ekki sannfærandi, nema seinni hálfleikurinn á móti KR og þeir voru flottir gegn ÍA en það eru allir flottir gegn þeim þessa dagana. Svo kemur þessi hrina núna,“ sagði Albert. Klippa: Stúkan - umræða um Heimis Guðjóns Hann segir að Valsmenn vanti sárlega eitthvað einkenni, einhvern sérstakan leikstíl. „Ef þú myndir spyrja mig núna hvernig fótbolta spilar Valur? Það veit það enginn. Þetta er rándýrt lið með dýrasta hópinn og það veit enginn hvert uppleggið er,“ sagði Albert. Valur hefur orðið fyrir skakkaföllum að undanförnu og til að mynda eru báðir markverðir liðsins meiddir. En Albert segir að Valsmenn geti ekki skýlt sér á bak við það. „Það er óheppilegt fyrir Heimi en mér fannst samt frammistaðan í leikjunum sem þeir voru með ekki sérstök. Ég vil fá meira frá svona stórum og góðum hópi,“ sagði Albert. Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Valur Stúkan Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07 Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Arnar vill læra af mistökum gullkynslóðarinnar og gera landsliðið sjálfbærara Fótbolti „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Jordan lagði NASCAR Sport Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 3-2 | Fjórða tap Valsmanna í röð Slæmt gengi Vals hélt áfram í dag er liðið tapaði gegn Fram í Safamýrinni í mögulega síðasta leik Fram liðsins á þeim velli. 29. maí 2022 19:07