Enski boltinn

Hörður Björg­vin mögu­lega á leið aftur til Eng­lands

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hörður Björgvin í leik með íslenska landsliðinu.
Hörður Björgvin í leik með íslenska landsliðinu. Vísir/Vilhelm

Landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon gæti verið á leiðinni aftur til Englands eftir að hafa leikið með CSKA Moskvu frá árinu 2018. Tvö ár þar á undan lék hann með Bristol City í ensku B-deildinni.

Hörður Björgvin ku vera á óskalista Sheffield United en félagið var í harðri baráttu um að komast upp í ensku úrvalsdeildinni á nýafstaðinni leiktíð. Féll það úr leik í vítaspyrnukeppni gegn Nottingham Forest sem á endanum vann sér inn sæti í úrvalsdeildinni eftir 23 ára bið.

Hörður Björgvin ræddi við Vísi fyrir ekki svo löngu þar sem hann fór meðal annars yfir framtíðarmöguleika sína en hann er samningslaus um þessar mundir.

Sheffield United var þekkt fyrir einstakan leikstíl sinn undir stjórn Chris Wilder og hefur Paul Heckingbottom, þjálfara liðsins í dag, haldið nokkurn veginn í þennan sama leikstíl. Liðið spilar nær eingöngu með þriggja manna vörn með miðverði sem eru góðir á boltann. Það verður því að segjast að Hörður Björgvin ætti að passa nokkuð vel þar inn í.

Hörður Björgvin ætlar að halda öllum möguleikum opnum og sjá hvað gerist eftir landsleiki Íslands í júnímánuði þar sem liðið mætir Albaníu og Ísrael í Þjóðadeildinni ásamt því að spila vináttuleik við San Marínó.

Hinn 29 ára gamli Hörður Björgvin á að baki 38 A-landsleiki fyrir Íslands hönd og hefur skorað í þeim tvö mörk. Þá á hann að baki 37 leiki fyrir yngri landslið Íslands.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.