Vaktin: Þvertekur fyrir orðróm um að Pútín sé veikur Eiður Þór Árnason og Árni Sæberg skrifa 29. maí 2022 08:11 Sergei Lavrov (t.v.) segir ekkert til í orðrómi þess efnis að yfirboðari hans, Vladimír Pútín (t.h.), glími við veikindi um þessar mundir. Sean Gallup-Pool/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði í kvöldávarpi sínu í gær að aðstæður í Donbas væru „ólýsanlega erfiðar“ og þakkaði úkraínskum hermönnum sem reyni áfram að verjast harðari árásum Rússa. Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Stjórnvöld í Úkraínu kalla nú enn frekar eftir því að Vesturlönd afhendi þeim langdræg vopn til að hjálpa þeim að berjast gegn rússneskum hersveitum í Donbas í austri. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar Hætta er á því að linnulausar árásir Rússa leiði til þess að stefna stríðsins breytist en eitt af helstu markmiðum Rússlands er að ná öllu Donbas-héraði á sitt vald. Selenskí hefur viðurkennt að ekki verði hægt að ná aftur með hervaldi öllu því landi sem Rússar hafi náð á sitt vald eftir að þeir hertóku Krímskaga árið 2014. Hann segist þó staðráðinn í því að Úkraína muni ná aftur öllu svæði sem Rússar hafa gert tilkall til frá því innrás þeirra hófst í febrúar. Rússneska varnarmálaráðuneytið segir Rússa hafa náð úkraínsku borginni Lyman og öðrum smærri bæjum í kring. Lyman er hernaðarlega mikilvæg í ljósi þess að um er að ræða mikilvæga tengistöð fyrir lestarsamgöngur sem Úkraínumenn hafa nýtt til að flytja vopn og birgðir. Varaforsætisráðherra Úkraínu hafnaði þessu í gær og sagði enn barist um borgina. Rússar hafa stóraukið árásir sínar á Sievierodonetsk og fullyrða að þeim hafi tekist að umkringja borgina. Úkraínumenn hafna þessu. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Segja slúbberta hjá hinu opinbera kosta ríkið 30 til 50 milljarða árlega Innlent Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Ráðist með hníf að ungmenni í Hafnarfirði Innlent Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Fleiri fréttir Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Sjá meira