Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 07:36 Maður flytur eigur sínar úr stórskemmdri íbúðabyggingu í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu. Getty/Alexey Furman Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Sjá meira