Vaktin: Hópfjármögnuðu kaup á dróna fyrir Úkraínumenn Árni Sæberg og Eiður Þór Árnason skrifa 28. maí 2022 07:36 Maður flytur eigur sínar úr stórskemmdri íbúðabyggingu í Chernihiv í vesturhluta Úkraínu. Getty/Alexey Furman Héraðsstjóri Luhanskhéraðs í Donbas sagði í gærkvöldi að Rússar myndu ekki ná stjórn á héraðinu á næstu dögum líkt og spáð hefur verið. Hins vegar gætu Úkraínumenn þurft að horfa frá borgunum Sievierodonets og Lysychansk. Rússum gengur vel í herferð sinni í Donbas-héruðunum. Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Selenskí Úkraínuforseti sagði í ávarpi sínu í gærkvöldi að staðan í Donbas væri Úkraínumönnum erfið. Hann segir Rússa nú reyna af öllu afli að ná héruðunum á sitt vald en það hafi þeim mistekist í upphafi innrásar þeirra. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Óttast er að Rússar setji á svið sýndarréttarhöld til að réttlæta innrás sína í Úkraínu. Denis Pushilin, leiðtogi Rússa í Donetsk hefur sagt að Rússar undirbúi nú alþjóðleg réttarhöld á svæðinu. Stjórnmálarýnendur hafa sagt að slíkum réttarhöldum verði ætlað að réttlæta innrásina með því að sakfella úkraínska hermenn fyrir nasisma. Nýjustu tölur frá Sameinuðu þjóðunum benda til þess að 4.031 almennur borgari hafi látið lífið síðan innrás Rússa hófst, þar af 261 barn. Aukinn slagkraftur hefur verið í sókn Rússa í austurhéruðum Úkraínu að undanförnu. Þeir hafa sölsað undir sig tvær minni borgir þar, þar á meðal Lyman þar sem er mikilvæg járnbrautarlestastöð Úkraínuher segist hafa fellt þrjátíu þúsund rússneska hermenn frá upphafi stríðsins. Rússnesk yfirvöld hafa afnumið aldurshámark fyrir hermenn til þess að laða fleiri borgaralega sérfræðinga í herinn fyrir átökin í Úkraínu. Litháum hefur tekist að hópfjármagna kaup á Baykar Bayraktar TB2 dróna sem til stendur að gefa Úkraínumönnum til að styðja við baráttu þeirra gegn Rússum. Vakt gærdagsins má lesa hér.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fleiri fréttir Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Sjá meira