Salah mun ekki yfirgefa Liverpool í sumar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. maí 2022 13:31 Mo Salah verður áfram í Liverpool-borg. EPA-EFE/PETER POWELL Mohamed Salah, stórstjarna Liverpool, hefur staðfest að hann muni ekki yfirgefa félagið í sumar. Samningur hans rennur út sumarið 2023. Sömu sögu er að segja af Sadio Mané. Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mo Salah í Bítlaborginni. Hann á rúmt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur ekki enn skrifað undir framlengingu. Hinn 29 ára gamli Salah hefur verið orðaður við bæði París Saint-Germain sem og Real Madríd – liðið sem mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Hann hefur nú þaggað niður í þeim orðrómum að úrslitaleikurinn gæti verið hans síðasti fyrir Liverpool en það virðist þó alls óvíst hvort hann ætli að skrifa undir nýjan samning við félagið. Eigendur Liverpool vilja ólmir halda Salah og Mané hjá félaginu en sá síðarnefndi gæti verið seldur í sumar fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning. Hann mun tilkynna hvað framtíðin ber í skauti sér að úrslitaleiknum loknum. I m going to answer after the Champions League. Sadio Mané responds to being asked about his future at Liverpool. pic.twitter.com/YWx3WA4pfq— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2022 Salah hefur verið frábær fyrir Liverpool í vetur, alls hefur hann skorað 31 mark og lagt upp 16 til viðbótar í 50 leikjum. Hann getur bætt við þann fjölda á laugardagskvöldið. Gæti það orðið þriðji titillinn sem Liverpool vinnur á leiktíðinni en félagið sigraði enska deildar- og FA-bikarinn. Þá endaði það aðeins stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City í deildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um framtíð Mo Salah í Bítlaborginni. Hann á rúmt ár eftir af samningi sínum við Liverpool og hefur ekki enn skrifað undir framlengingu. Hinn 29 ára gamli Salah hefur verið orðaður við bæði París Saint-Germain sem og Real Madríd – liðið sem mætir Liverpool í úrslitum Meistaradeildar Evrópu á laugardaginn. Hann hefur nú þaggað niður í þeim orðrómum að úrslitaleikurinn gæti verið hans síðasti fyrir Liverpool en það virðist þó alls óvíst hvort hann ætli að skrifa undir nýjan samning við félagið. Eigendur Liverpool vilja ólmir halda Salah og Mané hjá félaginu en sá síðarnefndi gæti verið seldur í sumar fari svo að hann skrifi ekki undir nýjan samning. Hann mun tilkynna hvað framtíðin ber í skauti sér að úrslitaleiknum loknum. I m going to answer after the Champions League. Sadio Mané responds to being asked about his future at Liverpool. pic.twitter.com/YWx3WA4pfq— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2022 Salah hefur verið frábær fyrir Liverpool í vetur, alls hefur hann skorað 31 mark og lagt upp 16 til viðbótar í 50 leikjum. Hann getur bætt við þann fjölda á laugardagskvöldið. Gæti það orðið þriðji titillinn sem Liverpool vinnur á leiktíðinni en félagið sigraði enska deildar- og FA-bikarinn. Þá endaði það aðeins stigi á eftir Englandsmeisturum Manchester City í deildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Fleiri fréttir Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Sjá meira