Sauð upp úr þegar keppinauturinn mætti óvænt og sakaði ríkisstjórann um aðgerðarleysi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. maí 2022 23:32 Beto O'Rourke, hér til vinstri, stal senunni á blaðamafundi ríkisstjóra Texas í dag. Rourke er keppinautur hans í komandi ríkisstjórakosningum í Texas. Jordan Vonderhaar/Getty Images Mönnum varð heitt í hamsi á blaðamannafundi Greg Abbott, ríkisstjóra Texas, um skotárásina mannskæðu sem varð í ríkinu í gær, þegar Beto O'Rourke, frambjóðandi demókrata til ríkisstjóra í Texas, nýtti tækifærið og gagnrýndi Abbott harkalega fyrir stefnu hans hvað varðar skotvopn. Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði. Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Íbúar Texas eru í sárum eftir eina mannskæðustu skotárás í skóla í sögu Bandaríkjanna í gær, þar sem nítján börn og tveir kennarar létu lífið. Abbott hélt blaðamannafund í dag þar sem hann fór yfir rannsókn málsins. Þar var O'Rourke, sem bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir forsetakosningarnar árið 2020, mættur til að bauna hressilega yfir Abbott. „Tíminn til að stoppa næstu skotárás er núna og þú ert ekki að gera neitt,“ sagði O'Rourke er hann nálgaðist sviðið þar sem Abbott, kjörnir fulltrúar og aðrir embættismenn sátu fyrir svörum. O'Rourke er frambjóðandi demókrata í ríkisstjórakosningum sem fara fram í Texas á árinu. Þar mun hann etja kappi við Abott, sem er repúblikani. O'Rourke er einnig fyrrverandi fulltrúadeildarþingmaður fyrir Texas, auk þess sem hann var mjög nærri því að fella Ted Cruz, öldungadeildarþingmann Repúblikana fyrir Texas-ríki í kosningunum árið 2018. „Þú sagðir að þetta væri ekki fyrirsjáanlegt. Þetta var algjörlega fyrirsjáanlegt,“ sagði O'Rourke en atvikið má sjá hér að neðan. O'Rourke hefur í gegnum tíðina beitt sér fyrir hertari skotvopnalöggjöf í Bandaríkjunum. Til að mynda var hann gagnrýndur fyrir að vilja strangari löggjöf um skotvopn í Bandaríkjunum en aðrir frambjóðendur demókrata í forsetakosningunum árið 2020. Þar sagðist hann ætla að taka hríðskotabyssur á borð við AK-47 og AR-15 af Bandaríkjamönnum. Á leið sinni út úr salnum ávarpaði hann Abbott beint. „Þetta er á þinni vakt, þangað til þú breytir til,“ sagði O'Rourke. Áður en Abott yfirgaf salinn höfðu Dan Patrick, vararíkisstjóri Texas og Ted Cruz, gagnrýnt O'Rourke fyrir að draga að sér athyglina á blaðamannafundinum. „Þú ert að fara yfir strikið,“ sagði Patrick. „Sestu niður,“ sagði Cruz. Don McLaughlin, bæjarstjóri Uvalde, þar sem ódæðið var framið í gær, var manna óánægðastur með O'Rourke. Virtist hann hreyta blótsyrðum að O'Rourke og benda starfsmönnum á að vísa honum úr salnum. Var O'Rourke að lokum fylgt úr salnum. Ólíklegt þykir að byssulöggjöf Bandaríkjanna muni breytast að einhverju viti á næstu árum. Svo gott sem allir þingmenn Repúblikana, hvort sem er í fulltrúa- eða öldungadeild, eru á móti lagabreytingum sem takmarka rétt fólks til byssueignar svo nokkru varði.
Skotárás í grunnskóla í Uvalde Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38 Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Sjá meira
Nítján börn og tveir fullorðnir létust í árásinni í Texas Að minnsta kosti nítján börn og tveir fullorðnir eru látnir eftir skotárás 18 ára manns í grunnskóla í Texas. Árásarmaðurinn, Salvador Ramos, hóf fjöldamorðið á því að skjóta ömmu sína sem nú liggur alvarlega særð á spítala. 25. maí 2022 06:38
Skaut ömmu sína, keyrði í skólann og lokaði börnin inni í stofu Öryggisgæsla hefur verið hert í skólum víða í Bandaríkjunum eftir að ungur maður vopnaður rifflum myrti nítján börn og tvo kennara í grunnskóla í Texas í gær. Fjölmargir kalla eftir hertri skotvopnalöggjöf en árásin er sú mannskæðasta í skóla þar í landi í áratug. 25. maí 2022 20:57